Íþróttir

Skagamenn höfðu betur gegn Stólum í bikarnum

Lið Tindastóls fór á Skagann í dag og lék gegn heimamönnum í ÍA í 32 liða úrsltum Mjólkurbikarsins. Leikið var í Akraneshöllinni og fóru leikar þannig að Skagamenn, sem eru með lið í Bestu deild karla, höfðu betur og enduðu þar með bikarævintýri Stólanna. Lokatölur þó aðeins 3-0.
Meira

Erum allar ready í alvöru seríu - segir Brynja Líf

Það hefur verið gaman að fylgjast með liði Stólastúlkna í körfunni í vetur og nú spilar liðið til úrslita um sæti í Subway-deildinni að ári. Það er mikil breyting á liðinu frá því árið áður, mörg púsl bættust í hópinn síðasta haust sem Helgi þjálfari hefur náð að sameina í heilsteypta mynd. Eitt lykilpúslið er Brynja Líf Júlíusdóttir, 16 ára stúlka frá Egilsstöðum, sem kom á Krókinn til að spila með liði Tindastóls og stunda nám á náttúruvísindabraut og í körfuboltaakademíu FNV. Hún er ein efnilegasta körfuboltastúlka landsins í sínum árgangi og í síðasta leiknum gegn Snæfelli á dögunum þá gerði hún átta af tíu stigum Tindastóls í framlengingu.
Meira

Jón Oddur sigraði A-deild á lokamóti Kaffi Króks mótaraðarinnar

Lokamótið í Kaffi Króks mótaröðinni í pílu þetta vorið fór fram í gærkvöldi. Átján kempur mættu til leiks hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar að þessu sinni og var keppt í þremur deildum. Sigurvegari í A deild var Jón Oddur Hjálmtýsson en í B deild var það Brynjar Snær Halldórsson sem sigraði. í C deildinni var það síðan Heiðar Örn Stefánsson sem stóð uppi sem sigurvegari.
Meira

„Við eigum frábæran efnivið í okkar hópi“

Hafnfirðingar höfðu betur gegn liði Tindastóls á gervigrasinu á Króknum í gær í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var ágætlega spilaður af beggja hálfu en lið Tindastóls sýndi ágæta takta og gerði eiginlega allt nema að koma boltanum í mark FH. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Donna þjálfara þegar púlsinn var að komast í jafnvægi.
Meira

Stórtjón á gervigrasvellinum á Króknum

Í leysingunum síðastliðinn laugardag fór gervigrasvöllurinn glæsilegi á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki undir vatn og var völlurinn ekki leikhæfur á sunnudegi. Spilað var á vellinum í gær en ljóst var að völlurinn var ekki í góðu ástandi. „Í morgun mætti galvaskur hópur leikmanna Tindastóls og starfsmenn sveitarfélagsins og flettu gervigrasinu af á parti og kom í ljós að gúmmipúðinn undir er ónýtur,“ tjáði Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar, Feyki.
Meira

Einvígi Tindastóls og Aþenu hefst á föstudag

„Einvígi við Aþenu leggst vel í mig. Aþena er með vel mannað lið í öllum stöðum og spila af mikilli ákefð. Það er mikil stemning í kringum bæði þessi lið og heimavöllurinn öflugur þannig að ég á von á hita og látum, bæði á vellinum og í stúkunni,“ segir Helgi Freyr Margeirsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, en í gær varð ljóst að andstæðingur Stólastúlkna í einvíginu um sæti í Subway-deildinni yrðu lærisveinar Brynjars Karls, Aþena.
Meira

Lukkudísirnar voru í liði með FH

Fyrsti leikur Tindastóls í Bestu deild kvenna þetta árið fór fram nú undir kvöld en þá tóku Stólastúlkur á móti liði FH við ágætar aðstæður. Það verður varla annað sagt en að lukkudísirnar hafi verið í liði með gestunum því í það minnsta þrívegis skall boltinn í stangir FH marksins. Það voru hins vegar Hafnfirðingarnir sem gerðu eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik og þrátt fyrir talsverða pressu og nokkur ágæt færi þá tókst liði Tindastóls ekki að jafna.
Meira

Stólastúlkur mæta FH á gervigrasinu klukkan fimm í dag

Leik Tindastóls og FH í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna sem fram átti að fara kl. 16:00 í gær var frestað sökum vallaraðstæðna á Króknum í gær. Í leysingum laugardagsins skiluðu snjóalög í Grænuklaufinni sér niður á vallarsvæðið og var gervigrasvöllurinn á floti og ekki leikhæfur. Gærdagurinn reyndist þurr og í dag er sól og fínerí og leikurinn mun fara fram í dag og hefst kl. 17:00.
Meira

Góður árangur þrátt fyrir erfiðar aðstæður í skeiðkeppninni

Keppni í 150m skeiði Meistaradeildar KS í hestaíþróttum fór fram í dag á Sauðárkróki. Í frétt á Facebook-síðu deildarinnar segir að náðst hafi flottir tímar miðað við árstíma og veður og ekki margir sprettir sem klikkuðu. Sigurvegarar reyndust Agnar Þór Magnússon og Kastor frá Garðshorni frá Þelamörk sem fóru brautina á tímanum 14,7 sek.
Meira

Rúnar Már til liðs við Skagamenn

Króksarinn og knattspyrnumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur nú snúið heim á klakann eftir fjölmörg ár erlendis í atvinnumennsku. Hann er reyndar ekki genginn til liðs við Tindastól því hann hefur skrifað undir samning við ÍA, sem nú spilar í Bestu deildinni, en samningur hans við Skagamenn gildir til loka tímabilsins 2026.
Meira