Íþróttir

Stórleikur í Síkinu seinnipartinn í dag - skyldumæting!

Í dag kl. 18:00 fer fram mjög mikilvægur leikur í Síkinu þegar Stólastúlkur mæta Hamar/Þór Þorlákshöfn. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í vetur og eru nú í toppbaráttunni í 1. deildinni og þurfa þær á öllum þeim stuðningi sem hugsast getur fyrir þennan leik. það er því skyldumæting í Síkið fyrir alla þá Tindastóls aðdáendur sem geta klappað og örkrað á stelpurnar þeim til stuðnings. 
Meira

Þórður Ingi vann þriðja Kaffi Króks mótið

Þriðjudaginn 12. mars var þriðja mótið í Kaffi Króks mótaröðinni haldið í aðstöðu Pílukastfélags Skagafjarðar og tóku 17 keppendur þátt í þetta sinn. Spilað var í þrem riðlum og stóð Þórður Ingi Pálmarsson uppi sem sigurvegari í A-riðli, Reynir Hallbjörnsson vann B-deildina og Andri Þór Árnason vann C-deildina. Hæsta útskot kvöldsins átti svo hinn ungi Axel Arnarsson með 121 stig.
Meira

Pavel í veikindaleyfi - virðum friðhelgi hans í bataferlinu

Í ljósi veikindaforfalla Pavels Ermolinskij hefur verið ákveðið að Svavar Atli Birgisson taki tímabundið við sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls í körfuknattleik karla. Honum til aðstoðar verður Helgi Freyr Margeirsson.
Meira

Þorramót Fisk og GSS

Á Flötinni á Króknum, sem er inni aðstaða fyrir golfara í GSS, er búið að vera í gangi, síðan í byrjun febrúar, Þorramót Fisk-Seafood og GSS. Skráning á mótið  gekk vonum framar en þetta er liðamót þar sem tveir keppa saman og spilaður er níu holu völlur. Tólf lið skráðu sig til leiks og var þeim skipt upp í fjóra riðla, þrjú lið í hverjum riðli.
Meira

Mikilvægur sigur í Síkinu

Stólastúlkur unnu Ármann í hörku leik í Síkinu sl. sunnudagskvöld 64-58. Nú sitja þær í 4. sæti en eru samt sem áður með jafn mörg stig og öll liðin fyrir ofan, Aþena, KR og Hamar/Þór, 26 stig. Þær eiga nú þrjá leiki eftir og er næsti leikur á móti Hamar/Þór í Síkinu þann 16. mars en þær sitja í 3. sæti og því mjög mikilvægt að Stólastúlkur vinni þann leik ef þær ætla að halda sér í toppbaráttunni.
Meira

Stólarnir sóttu stig í Hafnarfjörðinn í gær

Gleðitíðindi gærdagsins voru þau að Stólarnir unnu Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirðinum, lokastaðan 100-93. Stigaskor Stólanna var þannig að Adomas setti niður 27 stig, Þórir var með 23 stig, Callum var með 16 stig, Davis með 12, Jacob með 11 stig, Pétur og Keyshawn með fjögur stig hvor og svo setti Ragnar niður þrjú stig. 
Meira

Skagfirska mótaröðin - úrslit sl. helgi

Annað mótið í Skagfirsku mótaröðinni var haldið laugardaginn 2. mars í Svaðastaðahöllinni á Króknum og var keppt í fjórgangi V2 í 1. flokki, 2. flokki, ungmennaflokki og unglingaflokki. Þá var einnig keppt í fjórgangi V5 í 3. flokki og barnaflokki. Í V2 1. flokki vann Lea Christine Busch á Síríus frá Þúfum en þau hlutu 7,23 í einkunn. Í 2. flokk vann Þóranna Másdóttir á Dalmari frá Dalbæ með 6,63 í einkunn og í ungmennaflokkinn vann Auður Karen Auðbjörnsdóttir á Báru frá Gásum með 6,60 í einkunn. Hjördís Halla Þórarinsdóttir vann svo unglingaflokk á Flipa frá Bergstöðum með 7,13 í einkunn. Í V5 í 3. flokki vann Hrefna Hafsteinsdóttir á Sóldísi frá Hóli og í barnaflokki vann París Anna Hilmisdóttir á Gný frá Sléttu með 6,29 í einkunn. 
Meira

Tveir sigurleikir í röð hjá meistaraflokki kvenna

Meistaraflokkur kvenna tók á móti ungmennaflokki Stjörnunnar í Síkinu, föstudaginn 1. mars, og spiluðu svo við ungmennaflokk Keflavíkur, miðvikudaginn 6. mars, í Keflavík. Stólastúlkur gerður sér lítið fyrir og hirtu öll þau stig sem í pottinum voru og unnu báða leikina mjög sannfærandi. 
Meira

Kormákur/Hvöt gerði jafntefli á móti KF

Kormákur/Hvöt spilaði gegn nágrönnum sínum úr Fjallabyggð í Lengjubikarnum á Króknum laugardaginn 2. mars. Á Facebook-síðu Kormáks/Hvatar segir að mikið hafi verið um forföll hjá liðinu en þá hafi næstu menn stigið upp. Var þetta fyrsti byrjunarliðsleikur hjá hinum 16 ára gamla Agli Guðnasyni og þá komu inn á þeir Stefán, Finnur og Þröstur sprækir af bekknum, allir að spila sinn fyrsta leik með liðinu.
Meira

Krækjurnar í 2. sæti á blakmóti í Fjallabyggð

Um sl. helgi fór fram hið árlega blakmót í Fjallabyggð, Benecta mót Blakfélags Fjallabyggðar, en þarna koma saman blakarar alls staðar af landinu til að hafa gaman saman og spila þessa skemmtilegu íþrótt. Uppselt hefur verið á mótið undanfarin ár og var engin breyting á þetta árið þar sem um 300 manns mættu og spiluðu bæði á föstudagskvöldinu og allan laugardaginn á Siglufirði og á Ólafsfirði. Á laugardagskvöldinu var svo verðlaunaafhending í Bátahúsinu en eftir hana var skundað á Rauðku í mat og drykk og þar var dansað fram á rauða nótt.
Meira