Íþróttir

Tindastóll og Leiknir skiptu stigunum á milli sín

Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Leiknis Fáskrúðsfirði í 8. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Leikið var á gervigrasvellinum á Króknum og varð úr hinn mesti baráttuleikur sem á köflum var ansi líflegur. Leiknismenn voru yfir í leikhléi en Stólarnir komu fjallbrattir til leiks í síðari hálfleik og komust yfir en gestirnir jöfnuðu skömmu fyrir leikslok og lokatölur því 2-2.
Meira

Í fótbolta er gaman

Það er óhætt að fullyrða að landinn sé heltekinn af fótboltahita þessa dagana en eins og allir vita er íslenska landsliðið á HM í Rússlandi og spila þar einmitt í dag sinn annan leik. Það verður líka nóg af fótbolta á Króknum um helgina en þá fer Landsbankamótið fram á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki og nú fyrr í vikunni var samæfing yngri flokka Tindastóls, Smára og Neista á nýja gervigrasvellinum.
Meira

Sigurður ætlar að prófa margar nýjar greinar á Landsmótinu

„Ég er búinn að skrá mig í götuhjólreiðar, bogfimi og götuhlaup á Landsmótinu. En svo ætla ég í sjósund því ég hef ekki prófað það áður. Mig langar líka til að prófa biathlon,“ segir Skagfirðingurinn Sigurður Ingi Ragnarsson. Sigurður er sérstaklega spenntur fyrir hjólreiðunum enda í hjólreiðaklúbbi sem stofnaður var á Sauðárkróki fyrir rúmum mánuði ásamt 25-30 öðrum.
Meira

Biathlon kynning á Sauðárkróki á morgun

„Hefur þú prófað Biathlon? Biathlon verður á Landsmótinu og okkur langar til þess að bjóða þér á kynningu,“ segir í tilkynningu frá Landsmóti UMFÍ. Kynningin verður sunnan við íþróttahúsið á Sauðárkróki þann 19. júní frá 16:00 – 19:00 þar sem allir geta komið og prófað sem vilja.
Meira

Amanda Guðrún og Kristján Benedikt Nýprentsmeistarar

Opna Nýprent, fyrsta mótið í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni fór fram á Hlíðarendavelli í gær 17. júní í léttri norðanátt og sól. Keppendur voru 38 talsins og komu víða að af Norðurlandi. Nýprentsmeistarar að þessu sinni urðu þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD (77 högg) og Kristján Benedikt Sveinsson GA (76 högg) en þann titil hljóta þeir kylfingar sem leika 18 holur á fæstum höggum.
Meira

Spekingar spjalla í Moskvu

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum Frónbúa að Ísland og Argentína áttust við á HM í knattspyrnu í Moskvu í dag, en um var að ræða allra fyrsta leik Íslands í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Úrslitin, 1-1, komu skemmtilega á óvart þó margir hafi reyndar verið furðu bjartsýnir fyrir þessa viðureign við eina bestu knattspyrnuþjóð heims sem alið hefur ófáa yfirburðamenn í gegnum árin. Feykir tók smá rúnt um Facebook-lendur að loknum leik og rakst þá á þessa ágætu mynd af þremur snillingnum samankomnum í Moskvu.
Meira

Óbreytt gjald á Landsmót UMFÍ

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur verið ákveðið að hafa þátttökugjald á Landsmót UMFÍ óbreytt en til stóð að það hækki eftir daginn í dag. Gjaldið verður því aðeins 4.900 krónur og veitir aðgang að mikilli íþrótta- og skemmtidagskrá í fjóra daga.
Meira

Titleist Footjoy Norðurlandsmótaröðin 2018 - Nýprent Open

Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröðinni verður 17. júní á Sauðárkróki og samkvæmt tilkynningu frá Golfklúbbi Sauðárkróks hentar mótið mjög vel fyrir byrjendur jafnt og lengra komnum.
Meira

Lið Hattar hafði betur á Vilhjálmsvelli

Sjöunda umferð 2. deildar karla í knattspyrnu hófst í gærkvöldi og héldu leikmenn Tindastóls af því tilefni austur á Egilsstaði þar sem þeir léku við Hött. Fyrir leik voru bæði lið með þrjú stig en að honum loknum voru það heimamenn í Hetti sem voru komnir með sex stig því þeir sigruðu 3-1.
Meira

Pétur Birgis valinn í æfingahóp Íslands í körfunni

Það eru tveir mikilvægir leikir framundan hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta en nú um næstu mánaðamót spilar Ísland síðustu leiki sína í undankeppni HM 2019 og verður leikið í Finnlandi og í Búlgaríu. Fimmtán manna æfingahópur var valinn fyrir skömmu en æfingar og undirbúningur íslenska liðsins hófst nú í vikunni. Einn leikmaður Tindastóls er í 15 manna hópnum en það er Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandinn geðþekki.
Meira