Arnar Geir sigraði í opna Friðriksmótinu

Sigríður Elín, Árný Lilja, Bergur Rúnar, Jón Jóhannsson, Arnar Geir og Hjörtur Geirmundsson. Mynd: GSS.
Sigríður Elín, Árný Lilja, Bergur Rúnar, Jón Jóhannsson, Arnar Geir og Hjörtur Geirmundsson. Mynd: GSS.

Opna minningarmót Friðriks J. Friðrikssonar læknis á Sauðárkróki var haldið á Hlíðarendavelli laugardaginn 10.júní sl. Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur með forgjöf í einum opnum flokki og komu keppendur víðsvegar að af landinu.

Á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks segir að keppnin hafi farið fram í ljómandi góðu veðri á frábærum Hlíðarendavelli sem skartaði sínu fegursta.

Veitt voru verðlaun fyrir sex efstu sætin og einnig voru veitt nándarverðlaun fyrir að vera næst holu á 6/15 holu eftir upphafshögg og einnig næst holu á 9/18 í öðru höggi. Arnar Geir Hjartarson var sigurvegari dagsins en hann sigraði í mótinu sjálfu og fór einnig heim með bæði nándarverðlaunin.

 

Þeir sem unnu til verðlauna voru þessi:

1. Arnar Geir Hjartarson GSS 70

2. Jón Jóhannsson GÓS 71

3. Árný Lilja Árnadóttir GSS 71

4. Hjörtur Geirmundsson GSS 72

5. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 74

6. Bergur Rúnar Björnsson GFB 75

Heildarúrslit mótsins er að finna á www.golf.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir