Biathlon kynning á Sauðárkróki á morgun

Nú gefst fólki kostur á að prófa Biathlon fyrir Landsmótið.
Nú gefst fólki kostur á að prófa Biathlon fyrir Landsmótið.

„Hefur þú prófað Biathlon? Biathlon verður á Landsmótinu og okkur langar til þess að bjóða þér á kynningu,“ segir í tilkynningu frá Landsmóti UMFÍ. Kynningin verður sunnan við íþróttahúsið á Sauðárkróki þann 19. júní frá 16:00 – 19:00 þar sem allir geta komið og prófað sem vilja.

Biathlon er þekkt grein úti í hinum stóra heimi sem skíðaskotfimi og vekur ætíð lukku á vetrarólympíuleikum þar sem keppt er á gönguskíðum. Keppnin gengur út á það að keppendur hlaupa ákveðna vegalengd, skjóta síðan af sérstökum riffli í mark á völdum stöðum og spretta úr spori á ný. Ef keppendur missa marks þurfa þeir að hlaupa sérstakan refsihring. Þessi grein er eins og skíðaskotfimi nema skíðunum er sleppt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir