„Breiddin í liðinu hefur aukist“

Israel Martin fer yfir málin með sínum mönnum. MYND: HJALTI ÁRNA
Israel Martin fer yfir málin með sínum mönnum. MYND: HJALTI ÁRNA

Eins og allir ættu að vita, sem á annað borð fylgjast með körfunni, þá hefst Dominos-deild karla í kvöld. Stólarnir mæta liði ÍR í Síkinu og af því tilefni hafði Feykir samband við Israel Martin, þjálfara Tindastóls. Hann segist spenntur og hlakka til leiksins í kvöld með stuðningsmennina í góðum gír að venju.

Ertu ánægður með liðið? -Ég er alltaf ánægður með liðið og leikmennina. Við reynum alltaf að byggja upp eins gott lið og mögulegt er og spila hörku körfubolta. Á þessu tímabili erum við með nýja leikmenn sem henta Tindastólsliðinu og okkar stíl frábærlega.

Hvar sýnist þér Tindastólsliðið hafa tekið mestum framförum frá því á síðasta tímabili? - Breiddin í liðinu hefur aukist sem gefur okkur fleiri möguleika inná vellinum. Við erum allavega með tvo góða leikmenn um hverja stöðu. Fyrir vikið hafa gæðin á hverri æfingu aukist frá því í fyrra. Við bættum við okkur tveimur leikmönnum; Arnari sem kemur meðal annars með mikinn hraða í okkar leik og Axel er með gott 3ja stiga skot sem teigir á vörn andstæðinganna sem svo býr til pláss inní vítateig andstæðinganna fyrir okkur að sækja í. Varnarlega er hann nógu fljótur til að dekka bakverði sem gefur liðinu meiri möguleika varnarlega. Liðið verður mjög öflugt varnarlið og mun spila af meiri ákefð á þeim hluta vallarins en á síðasta tímabili.

Hvert er megin markmiðið fyrir veturinn? -Nú, við ætlum að halda áfram að vaxa sem félag og lið á hverjum degi. Við ætlum að halda liðinu heilbrigðu alla leið og vera samkeppnishæfir í öllum leikjum. Ef við höldum þeirri stefnu þá kemur velgengnin af sjálfu sér.

Martin segist eiga von á því að lið KR og Grindavíkur verði sterk í vetur og þá muni nokkur lið koma verulega á óvart. „ Við Tindastólsmenn ætlum að taka eitt skref í einu og reyna að vaxa sem lið með því að æfa vel á hverjum degi og vera klókir því tímabilið er langt. Ef við vinnum okkar verk af alvöru þá verðum við á réttum stað í lok tímabilsins.“

Leikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld og að sjálfsögðu verður hann sýndur á TindastóllTV fyrir þá sem ekki eiga heimangegnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir