Brentton naut tímans á Íslandi

Brentton ásamt Önu Lúciu sem varði mark kvennaliðs Tindastóls tvö síðustu sumur. MYND: ÓAB
Brentton ásamt Önu Lúciu sem varði mark kvennaliðs Tindastóls tvö síðustu sumur. MYND: ÓAB

„Ég hef virki­lega notið tím­ans á Íslandi og hér hef ég eign­ast vini fyr­ir lífstíð.“ Þetta seg­ir Brentt­on Muhammad, landsliðsmarkvörður eyrík­is­ins Antigua og Barbuda í Karabía­hafi, í sam­tali við mbl.is. Eins og þeir sem fylgst hafa með liði Tindastóls í fótboltanum síðustu sumur þá er hér um að ræða hinn eldhressa markvörð Stólanna sem haldið hefur samherjum sínum og dómurum á tánum með óvenjumiklum talanda úr öftustu vörn.

Brentton hefur verið tvö síðustu sumur á Sauðárkróki en sumarið 2015 spilaði hann með Ægi Þorlákshöfn. Hann stóð fyrir aftan sterka vörn Stólanna í 3. deildinni sumarið 2015 þegar lið Tindastóls vann 17 leiki í röð og kappinn fékk þá aðeins á sig níu mörk. Það gekk þó heldur verr í sumar í sterkari deild. Stefán Arnar Ómarsson, þjálfari Tindastóls nú seinni hluta sumars, sagði í samtali við Feyki: „Brentton er góður markmaður og spyrnurnar hans hættulegt vopn sem við notuðum oft. Hann er áberandi karakter og hefur sterkar skoðanir a hlutunum. Lætur vel í sér heyra utan sem innan vallar.“

Auk þess að verja mark Tindastóls var Brentton á mála hjá Dodda málara og var aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stólanna nú í sumar. Í viðtalinu á mbl.is kemur fram að hann eigi ekki von á að snúa aftur til Tindastóls en hann er nú að kanna sína möguleika og er opinn fyrir tækifærum bæði á Íslandi og erlendis.

Hér er slóð á viðtalið á mbl.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir