Hester kemur á Krókinn á ný

Antonio Hester verður í Tindastólstreyjunni næsta tímabil. Mynd: ÓAB.
Antonio Hester verður í Tindastólstreyjunni næsta tímabil. Mynd: ÓAB.

Antonio Kurtis Hester mun leika með Tindastóli næsta vetur í körfuboltanum en samningar hafa verið undirritaðir þar um. Þetta eru góðar fréttir fyrir leik- og stuðningsmenn Stólanna og ekki síst þjálfarans sem hafði Hester sem fyrsta kost sem erlendan leikmann liðsins. Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, tóku samningaumleitanir nokkurn tíma enda mörg lið á eftir kappanum bæði hérlendis sem og erlendis.

Þeir sem fylgdust með körfunni síðasta tímabil þekkja vel til Hestars sem small vel inn í leik Stólanna og var mikill liðsmaður og áhorfendur kunnu vel að meta kappann. Hann er fæddur árið 1990, kraft framherji, rétt tæplega tveggja metra hár

„Þegar upp var staðið þá vildi Hester koma aftur til okkar því að í Skagafirði líður honum svo rosalega vel. Stjórnin er líka afskaplega ánægð með það að Hester sé búinn á skrifa undir við félagið,“ sagði Stefán kampakátur við Feyki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir