Norðurlandsmót í júdó á Blönduósi

Mynd: Nokkrir keppendur Tindastóls, Þorgrímur Svavar Runólfsson, Arnór Freyr Fjólmundsson, Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir, Mykhailo Sigurðsson Lafleur, Ása María Sigurðardóttir og Haukur Rafn Sigurðsson. Mynd: Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir.
Mynd: Nokkrir keppendur Tindastóls, Þorgrímur Svavar Runólfsson, Arnór Freyr Fjólmundsson, Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir, Mykhailo Sigurðsson Lafleur, Ása María Sigurðardóttir og Haukur Rafn Sigurðsson. Mynd: Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir.

Norðurlandsmót í júdó var haldið á Blönduósi sl. laugardag. Keppendur voru samtals 42 og komu frá þremur Júdófélögum á Norðurlandi: Pardusi á Blönduósi, Tindastóli á Sauðárkróki og KA á Akureyri.

Mótið var haldið í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi og segir á heimasíðu Tindastóls að þó félögin þrjú hjálpist að við mótshaldið hafi Pardus borið hitann og þungann af skipulagningunni.

Fór svo að Tindastóll átti sex keppendur í gullverðlaunasætum, Pardus fimm og KA fjóra.

Á heimasíðu Tindastóls má sjá nánari úrslit mótsins og myndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir