Nýprent Open, barna- og unglingamótið í golfi

Hressir krakkar að loknu golfmaraþoni sl. sumar. Mynd:GSS
Hressir krakkar að loknu golfmaraþoni sl. sumar. Mynd:GSS

Barna- og unglingamót Golfklúbbs Sauðárkróks, Nýprent Open, verður haldið sunnudaginn 25. júní nk. og er það fyrsta mót sumarsins í Norðurlandsmótaröðinni.

Mótið er aldursskipt; 12 ára og yngri, 14 ára og yngri, 15-17 ára og 18-21 árs, auk byrjendaflokks sem er ekki aldursskiptur. Eldri hóparnir hefja leik kl. 9 en 12 ára og yngri og byrjendur eftir hádegi. Að keppni lokinni verða grillaðar pylsur fyrir alla, keppendur og aðstoðarmenn.

Nýprent Open barna og unglingamótið var fyrst haldið á Hlíðarendavelli árið 2007 og varð það kveikjan að Norðurlandsmótaröð barna og unglinga sem haldin hefur verið frá árinu 2009. 
Annað mótið í röðinni verður haldið á Dalvík, það þriðja á Ólafsfirði og lokamótið verður á Akureyri í september.

Nánar má lesa um mótið á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir