Tveir Skagfirðingar í 15 manna landsliðshóp körfunnar

Búið er að velja 15 manna hóp sem tekur þátt í lokaundirbúningi íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fyrir EuroBasket 2017. Tveir Skagfirðingar, leikmenn Tindastóls, eru í hópnum, þeir Axel Kárason og Sigtryggur Arnar Björnsson. Á Karfan.is segir að liðið sé á leið til Rússlands, Ungverjalands og Litháen til þess að leika sína síðustu æfingaleiki áður en haldið verður til Helsinki í lok mánaðarins til þess að taka þátt í lokamóti.

Það vekur athygli að aðeins 14 þessara leikmanna munu halda á æfingamótið því Axel mun ekki fara, en hann mætir hins vegar aftur til æfinga með liðinu eftir að það er komið heim frá Rússlandi, eftir því sem Karfan.is segir.

„Það var vitað strax í vor að það færu bara 14 til Rússlands, en fyrir utan þessa föstu punkta eins og æfingaleiki og val á lokahóp er það frekar fljótandi hversu margir eru í hópnum á hverjum tíma. Þannig að það hittir svo á núna að við erum 15. Nema að maður sé náttúrulega orðinn verri en enginn, en við skulum nú vona að staðan sé ekki svo slæm. Væntanlega er þessi staða einhver vísir að því sem koma skal, en við sjáum til, betra að velta sér ekki of mikið upp úr svona hlutum,“ sagði Axel er Feykir hafði samband við hann um stöðuna.  

15 manna hópur landsliðsins er þannig skipaður:

Axel Kárason · Tindastóll

Brynjar Þór Björnsson · KR                                                   

Elvar Már Friðriksson · Barry University, USA                                                                               

Haukur Helgi Pálsson · Cholet Basket , Frakklandi

Hlynur Bæringsson · Stjarnan

Hörður Axel Vilhjálmsson · Astana

Jón Arnór Stefánsson · KR                                                                                  

Kristófer Acox · KR

Logi Gunnarsson · Njarðvík

Martin Hermannsson · Châlon-Reims, Frakklandi                         

Ólafur Ólafsson · Grindavík

Pavel Ermolinskij · KR                      

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll

Tryggvi Snær Hlinason · Valencia

Ægir Þór Steinarsson · San Pablo Inmobiliaria Burgos, Spáni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir