Íþróttir

Molduxar lögðu Molduxa í úrslitum Páskamóts Molduxa

Hið glæsilegu páskamóti Molduxa fór fram í dag en þetta er í þriðja skipti sem mótið er haldið. „Átta lið voru skràð til leiks að þessu sinni og eins og á öðrum Molduxamótum sáust taktar sem sjást ekki á hverjum degi á körfuboltavellinum. Keppnin var hörð en gleðin var alltaf til staðar,“ segir í frétt á Facebook-síðu körfuknattleiksdeilda Tindastóls en mótið er haldið til styrktar Stólunum.
Meira

92 keppendur tóku þátt í Fljótamótinu

Ferðafélag Fljótamanna stendur fyrir Fljótamóti, skíðagöngumóti í Fljótum, á föstudeginum langa ár hvert en keppt er í öllum aldursflokkum og mótið því upplagt fyrir alla fjölskylduna. Í umfjöllun um mótið á Facebook-síðu þess kemur fram að keppendur í gær hafi verið 92 og allir glaðir en göngubrautin var fimm kílómetra löng.
Meira

Aco ráðinn aðstoðarþjálfari Kormáks/Hvatar

Lið Kormáks/Hvatar hefur tilkynnt um ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara en það er enginn annar en Aco Pandurevic sem mun aðstoða Ingva Rafns Ingvarsson á komandi keppnistímabili. „Aco, sem áður hefur þjálfað Kormák Hvöt, leggur nú lokahönd á UEFA A þjálfaragráðu sína og kemur fullur af eldmóði og þekkingu inn í tímabilið í 2. deild,“ segir í tilkynningu á Aðdáendasíðu Kormáks.
Meira

Húnvetningar styrkja hópinn

Lið Kormáks/Hvatar hefur spilað fjóra leiki í Lengjubikarnum og á einn leik eftir sem fara átti fram um síðustu helgi á Greifavellinum á Akureyri en var frestað. Í þeim fjórum leikjum sem búnir eru hefur liðið krækt í tvö jafntefli en tapað tveimur leikjum og er því á botni 4 riðils í B-deild keppninnar.
Meira

Kría hafði betur í toppslagnum

Karlalið Tindastóls í fótboltanum spilaði síðasta leik sinn í Lengjubikarnum í gær en þá fengu þeir lið Kríu í heimsókn á græna flauelsdúkinn á Króknum. Leikurinn átti að fara fra, um liðna helgi en var þá frestað vegna snjóa og veðurs. Úr varð spennuleikur en bæði lið höfðu unnið alla sína leiki í riðli 4 í C-deild Lengjubikarsins. Það fór á endanum svo að Kría hafði betur, gerðir þrjú mörk en lið Tindastóls tvö.
Meira

Sæti í úrslitakeppninni hangir á bláþræði

Það skiptast á skin og skúrir í körfuboltanum. Síðasta vor flugu Stólar og stuðningsmenn með himinskautum. Nú á liðið einn og einn góðan leik og þrátt fyrir að Stólarnir hafi aldrei haft jafn öflugan leikmannahóp á sínum snærum er átakanlegt að horfa á liðið kasta frá sér sigri sí ofan í æ. Í dag endurtók sagan sig á Egilsstöðum þar sem lið Hattar snéri leiknum við í fjórða leikhluta og skaust upp fyrir lið Tindastóls í deildinni og tryggði sér um leið sæti í úrslitakeppninni. Lokatölur 87-82 og nú er staðan sú að ef Höttur vinnur sinn leik í lokaumferðinni og Stjarnan og Tindastóll sína, þá eru meistararnir komnir í sumarfrí, en tapi Höttur þá fer Stjarnan í frí. Það verða því nagaðar neglur næstu daga í Skagafirði og víðar.
Meira

Jón Oddur stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins

Fjórða mótið í Kaffi Króks mótaröð Pílukastfélags Skagafjarðar fór fram í gærkvöldi. Alls voru það 16 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni og var keppt í tveimur deildum. Fyrstu deildina sigraði Jón Oddur Hjálmtýsson en í öðru sæti varð Arnar Már Elíasson.
Meira

Öruggur sigur Stólastúlkna á liði ÍR

Stólastúlkur tóku hús á ÍR-ingum í kvöld í 20. umferð 1. deildar kvenna í körfunni. Lið ÍR situr á botni deildarinnar og þær áttu í raun aldrei séns gegn liði Tindastóls þó munurinn hafi ekki verið mikill alveg fram í fjórða leikhluta. Gestirnir náðu góðu forskoti í byrjun og héldu því og unnu að lokum góðan sigur, lokatölur 45-69.
Meira

Stólastúlkur mæta liði ÍR fyrir sunnan

Í kvöld mætir 1. deildar lið Tindastóls í kvennakörfunni liði ÍR í næst síðasta leik sínum í deildarkeppninni. Liðin mætast í Skógarseli sunnan heiða og hefst leikurinn kl. 18:00. Síðasta umferðin verður síðan spiluð 2. apríl en þá kemur Keflavík b í heimsókn í Síkið.
Meira

Sveinbjörg Rut nýr formaður USVH

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir tók við sem nýr formaður Ungmennsambands Vestur-Húnvetninga (USVH) á héraðsþingi sambandsins í liðinni viku. Hún tekur við af Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur, sem setið hefur í formannsstólnum síðastliðin fjögur ár. Ekki voru gerðar lagabreytingar á þinginu en lögð fram breytingartillaga ásamt nýrri tillögu um nefndarstörf og voru þær báðar samþykktar.
Meira