Danskur dagur í Árskóla

Arnar Freyr Guðmundsson rauðklæddur á dönskum degi. Mynd: PF.
Arnar Freyr Guðmundsson rauðklæddur á dönskum degi. Mynd: PF.

Það var mikið um að vera í Árskóla í gærmorgun þegar krakkarnir á unglingastigi brutu upp skóladaginn með dönskuþema, útbjuggu danskt smörrebröd, jólaglögg, brjóstsykur og ýmislegt fleira. Foreldrum var boðið að kíkja og úr varð skemmtileg veisla.

Feykir náði tali af Arnari Frey Guðmundssyni og spurði hann hvað væri um að vera.

-Það er danskur dagur hjá okkur. Ég hef verið að spila búa til brjóstsykur smörrebauð og bara alls konar. Við förum í hópum í allar stofurnar og það er skipt á tuttugu mínútna fresti.

Þú ert allur rauður af hverju er það? -Það er víst rauður dagur í dag.

Er búið að vera gaman? -Já það er búið að vera mjög gaman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir