Dýrin í Hálsaskógi frumsýnd í dag

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir í dag hið sívinsæla leikrit Thorbjörns Egner, Dýrin í Hálsaskógi í leikstjórn Bergdísar Júlíu Jóhannsdóttur. Sýningin hefst klukkan 18:00 og enn hægt að tryggja sér miða.

Að sögn Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur fer miðasala vel af stað á sýningar og nokkrar orðnar vel setnar. Ekki er orðið uppselt á frumsýninguna í dag og hvetur Sigurlaug fólk til að mæta þar sem takmarkaður sýningafjöldi er.

Miðaverði er stillt í hóf, aðeins 2800 krónur en foreldrafélag Varmahlíðarskóla niðurgreiðir miðana fyrir nemendur í 1.-6. bekk og Félag eldri borgara í Skagafirði býður sínum félagsmönnum frítt á sýningu.

Á Fésbókarsíðu LS er hægt að sjá fleiri skemmtilegar myndir sem teknar voru á æfinguu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir