Framreiddu krásir af stakri snilld

Nemendur úr 10. bekk Höfðaskóla. Mynd: Dagný Rósa Úlfarsdóttir
Nemendur úr 10. bekk Höfðaskóla. Mynd: Dagný Rósa Úlfarsdóttir

Miðvikudaginn 20.apríl héldu nemendur 10.bekkjar á Skagaströnd matarkvöld á veitingastaðnum Borgin mín. Matseðill kvöldsins hljómaði á þann veg að í forrétt voru sítrónumarineraðir sjávarréttir með grænmeti, aðalrétturinn var lambalæri með fjölbreyttu rótargrænmeti og sósu og í eftirrétt var ostakaka.

Allar þessar krásir framreiddu nemendur af stakri snilld, með aðstoð Þórarins kokks á veitingastaðnum. Nemendur sáu um alla eldamennsku, framreiðslu og frágang. Var þessi kvöldstund liður í fjáröflun bekkjarins vegna skólaferðalags í maí og vilja nemendur þakka Þórarni á Borginni fyrir dyggan stuðning. Fyrirtækin SAH Afurðir, KS Afurðastöð, Ekran, MS, Samkaup-Úrval og Ölgerðin fá miklar þakkir fyrir veittan stuðning.

Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir