Gleðiganga Árskóla var farin í gær - Myndir

Hin árlega gleðiganga Árskóla var farin um Krókinn í gær en gengið var frá Árskóla og sem leið liggur upp að Heilbrigðisstofnun en þar var farið í leiki og sungið. Þá var arkað niður á Skagfirðingabraut og gengið að Ráðhúsinu og áfram út á Kirkjutorg og aftur til baka að Árskóla þar sem grillað var ofan í mannskapinn.

Gleðigangan markar lok skólastarfs í Árskóla og er ávallt fjörug og skemmtileg og hópurinn oft klæddur í skrautlega múnderingu. Skólaslit verða svo á morgun 31. maí.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af göngunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir