Haustlitaferð um Skagafjörð

Farið var í hina árlegu Haustlitaferð sem prestarnir í Húnaþingi bjóða eldriborgurum á hverju hausti. Að þessu sinni var farið í Skagafjörðinn og húsbændur á Miklabæ, Löngumýri og Kakalaskála við Kringlumýri voru heimsóttir. Anna Scheving á Hvammstanga var með í för og að sjálfsögðu var myndavélin við höndina.

„Farið var að Miklabæ þar sem séra Dalla tók á móti okkur í kirkjunni og sagði okkur sögu kirkjunnar.Svo var farið inn Blönduhlíðina og þar leiðsagði okkur maður Döllu, Agnar Gunnarsson, hreppstjóri Akrahrepps. Hann er mjög svo skemmtilegur sögumaður. Þaðan var farið að Löngumýri og borðaður hádegismatur og staðarhaldari þar hélt uppi fjörinu með skemmtilegum sögum. Síðan var farið í Kakalaskála þar sem Sigurður Hansen tók á móti okkur og leiddi um sögu Sturlunga. Var svo drukkið kaffi sem kvenfélagskonur í sveitinni sáu um. Síðan var haldið heim og allir glaðir eftir góðan dag í góðu veðri í Skagafirðinum.Vil ég þakka þeim séra Guðna og séra Magnúsi fyrir góðan dag,“ segir Anna um ferðina góðu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir