Himinninn logaði glatt við Kálfshamarsvík

Það var mikil norðurljósasýning á himni sl. mánudagskvöld og náði Höskuldur B. Erlingsson á Blönduósi að fanga stemninguna á myndavélina sína. Hann segist hafa fylgst með síðum á netinu þar sem kemur fram áætlaður möguleiki á norðurljósum. Þennan dag bar öllum saman um það að kvöldið yrði magnað eða á kvarðanum 6 sem er mjög hátt að sögn hans.

„Mælingastöðin við Leirvog var farin að sýna mikil norðurljós strax seinni partinn sem að sjálfsögðu var ekki hægt að sjá fyrr en fór að dimma. Ég var búinn að vera að spá í það lengi að reyna að taka norðurljósamyndir í Kálfshamarsvík sem að er einn af uppáhaldsstöðum mínum á Norðurlandi vestra. Það passaði, er þangað var  komið voru mikil norðurljós og stóð sýningin yfir fram yfir miðnættið þegar ský komu inn Húnaflóann af norðri,“ segir Höskuldur við Feyki en meðfylgjandi myndir tók Höskuldur sl. mánudagskvöld í Kálfshamarsvík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir