Hvalur dreginn á land á Hvammstanga

Hún vakti verðskuldaða athygli sandreyðurin sem dregin var á land á Hvammstanga í gær.  Hafði hún strandað á grynningum í Hrútafirði, miðja vegu milli fjarðarbotns og Borðeyrar en lifði ekki lengi eftir að vaskur björgunarhópur hafði komið henni á flot á ný.

Að sögn Eric dos Santos, starfsmanns Selasetursins á Hvammstanga og Hafrannsóknarstofnunar, er hvalurinn 12,8 metra langur en ekki var búið að kyngreina skepnuna þegar blaðið fór í prentun. Eric var fenginn til að taka sýni úr hræinu m.a. erfða-, spik- húð- og kjötsýni. Einnig var tekið sýni úr augasteini sem Eric taldi að notað væri til aldursgreiningar. Eric segist ekki vera hvalasérfræðingur en hann hafi verið fenginn í verkið þar sem hann er í senn starfsmaður Hafró og eigi heima á staðnum.

Meðfylgjandi myndir tóku þau Höskuldur B. Erlingsson, af björguninni í Hrútafirði, Anna Scheving af hvalnum í landi og Vilhelm Vilhelmsson af skólabörnum sem virða skepnuna fyrir sér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir