Landsbankamót í blíðuveðri

Fléttur virðast vera tískudæmið á Landsbankamótinu í ár.  MYNDIR: ÓAB
Fléttur virðast vera tískudæmið á Landsbankamótinu í ár. MYNDIR: ÓAB

Í morgun hófst Landsbankamótið í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli en þar eigast við stúlkur í 6. flokki víða að af landinu. Góð stemning er á mótinu og þrátt fyrir að sólin hafi verið sparsöm á geisla sína hefur veðrið leikið við knattspyrnuhetjurnar; hitinn slagað í 20 gráðurnar og smá sunnangola.

Í dag var haldið mót innan mótsins, svokallað systkinamót fyrir krakka á aldrinum 3-5 ára. Síðan er kvöldvaka í íþróttahúsinu á Króknum í kvöld og þangað mæta meðal annars Úlfur Úlfur og koma örugglega öllum í stuð. Mótið heldur síðan áfram í fyrramálið og því ætti að ljúka um miðjan dag.

Ljósmyndari Feykis var á vellinum rétt áður en leikjum lauk í dag og þar var mikið um að vera. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir