Logn og blíða á sjómannadegi

Svipmyndir frá sjómannadegi á Hofsósi. Myndir: KSE
Svipmyndir frá sjómannadegi á Hofsósi. Myndir: KSE

Það var logn og blíða á Hofsósi á sjómannadaginn. Hátíðarhöldin þar hófust laust eftir hádegi á sunnudaginn, með helgistund í kvosinni þar sem sr. Halla Rut Stefánsdóttir predikaði og lagður var blómsveigur að minnisvarða um látna sjómenn.

Á bryggjunni var svo boðið upp á hefðbundna dagskrá með dorgveiði, koddaslag og kararóðri. Að því loknu var krásum hlaðið kaffihlaðborð í Félagsheimilinu Höfðaborg þar sem veitt voru verðlaun fyrir keppnisgreinar dagsins. Að vanda var fjölmenni við hátíðarhöldin og blaðamaður Feykis var með myndavélina í för og smellti af nokkrum myndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir