Ný eldsmiðja vígð í FNV

Beate Stormo, Norðurlandsmeistari í eldsmíði, prófar nýja eldsmiðju í FNV. Mynd/BÞ
Beate Stormo, Norðurlandsmeistari í eldsmíði, prófar nýja eldsmiðju í FNV. Mynd/BÞ

Það var margt um manninn í Hátæknimenntasetri Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðastliðinn miðvikudag til að fylgjast með vígslu nýrrar Eldsmiðju í skólanum. Enda hefur hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu í 16 ár, að sögn Björns Sighvatz, kennari í málmiðngreinum við skólann. Þá hafa jafnvel nokkrir beðið þess að komast á námskeið í eldsmíði í tíu ár.  

Beate Stormo, Norðurlandsmeistari í eldsmíði, var fyrst til að prófa og sýndi listir sínar. Henni leist afskaplega vel á og allt virkaði sem skildi. 

Þá segir Björn gaman að segja frá því að það sé einungis 50 mm þil sem skilur á milli eldsmiðjunnar, sem byggir á fornu handbragði, og nýjustu CNC hátæknivéla (Computer Numerical Control). Það er því óhætt að segja að skólinn bjóði upp breiðan skala í iðnmenntun. 

Auk þess sem boðið verður upp á námskeið í eldsmíði verður smiðjan notuð sem viðbót við kennslu í málmiðngreinum og Nýsköpunar- og tæknibraut  FNV, þar sem áhersla er lögð á frumkvöðla starf, hönnun og listsköpun.  

Nánar verður fjallað um eldsmiðjuna í Feyki sem kemur út í næstu viku. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir