Sigurvegarar ljósmyndakeppni Sjávarsælunnar og Tengils

Sigurljósmyndin /Mynd: Rakel Sif
Sigurljósmyndin /Mynd: Rakel Sif

Í dag var tilkynnt hverjir hefðu sigrað í ljósmyndakeppni Sjávarsælunnar og Tengils sem fram fór á Sjómannadaginn síðastliðinn. Dómnefnd skipuðu Erla Björk Helgadóttir, Davíð Þór Helgason, Rögnvaldur Ingi Ólafsson, Atli Freyr Kolbeinsson, Birgir Smári Sigurðsson hjá Tengli ehf og Berglind Þorsteinsdóttir ritstjóri Feykis.

1. Verðlaun (Canon MG fjölnotatæki) hlýtur mynd Rakelar Sifjar af Björgunaræfingu þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ og Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar.

2. Verðlaun (Canon Ixus 165 Red Myndavél) hlýtur Laufey Harpa Halldórsdóttir fyrir mynd sína af landfestingatógi og björgunarhring um borð í Málmey SK.

3. Verðlaun (Canon MG prentari) hreppti Herdís Huld Guðveigardóttir fyrir mynd sína af Skipverjum Málmeyjar SK þar sem þeir sleppa landfestum á leið í skemmtisiglingu Sjómannadagsins.

Vinningshafar geta vitjað verðlaunanna hjá Birgi Smára Sigurðssyni í verslun Tengils í Kjarnanum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir