Sólroðinn vetrarmorgunn í Skagafirði

Frá Sauðárkróki 18. janúar 2016. Ljósm./Berglind Þorsteinsdóttir.
Frá Sauðárkróki 18. janúar 2016. Ljósm./Berglind Þorsteinsdóttir.

Það er nánast eins og að vera staddur í listaverki þessa dagana en Skagafjörður hefur skartað sínu fegursta undanfarna daga, með fallegum norðurljósum, dulmagnaðri frostþoku og í dag sólroðnum og fögrum himni. 

Blaðamaður Feykis brá sér í bíltúr sem endaði uppi á Nöfum á Sauðárkróki um kl. 10 í morgun og tók nokkrar myndir af sólarupprásinni. 

Feykir hvetur lesendur til að senda myndir flottar myndir, sem teknar eru af ýmsu tilefni, til birtingar. Hægt er að senda þær á netfangið feykir@feykir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir