Sungið fyrir búðargesti í tilefni af Degi leikskólans

Börn á eldra stigi leikskólans Ársala á Sauðárkróki tóku nokkur lög í Skagfirðingabúð í tilefni af Degi leikskólans. Ljósm./BÞ
Börn á eldra stigi leikskólans Ársala á Sauðárkróki tóku nokkur lög í Skagfirðingabúð í tilefni af Degi leikskólans. Ljósm./BÞ

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur þann 6. febrúar ár hvert. Þar sem dagurinn ber upp á laugardegi þetta árið þjófstörtuðu börn á eldra stigi leikskólans Ársala á Sauðárkróki hátíðarhöldum sl. miðvikudag með því að syngja fyrir búðargesti Skagfirðingabúðar. Tilgangurinn með deginum er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.

Fjölmenni hlýddi á kórsöng  barnanna. Börnin tóku m.a. eitt lag á pólsku í tilefni af pólskum degi en um þessar mundir fara fram Fjölmenningardagar á Ársölum. Fjölmenningardagar hófust á bóndadaginn 22. janúar með árlegu þorrablóti en þessa daga er þeim löndum sem börnin eru frá gert hátt undir höfði en börn af 13 þjóðernum, auk Íslands, eru í Ársölum þ.e.a.s. börnin eða foreldrar þeirra koma frá þessum löndum. Hverju landi fyrir sig er tileinkaður hádegismaturinn þessa daga.

Hér eru nokkrar myndir af börnunum syngja saman í Skagfirðingabúð, undir stjórn Önnu Jónu Guðmundsdóttur leikskólastjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir