Svipmyndir frá 17. júní á Sauðárkróki

Tónelska músin maxímús músíkús skemmti börnunum á hátíðarhöldum í tilefni af 17. júní á Sauðárkróki. Mynd/BÞ
Tónelska músin maxímús músíkús skemmti börnunum á hátíðarhöldum í tilefni af 17. júní á Sauðárkróki. Mynd/BÞ

Sautjándi júní var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag. Venju samkvæmt var farið í skrúðgöngu á Sauðárkróki og gengið var að íþróttavellinum þar sem hefðbundin hátíðardagskrá fór fram. Hlýtt og milt veður var á meðan hátíðarhöldin stóðu yfir en rigningaskúrir settu svip sinn á dagskránna. 

Skrúðgangan fór af stað frá Skagfirðingabúð og komu bæjarbúar þar saman og hófu undirbúning fyrir gönguna, en þar var hægt að fá andlitsmálningu og blöðrur. Þaðan var gengið á íþróttavöllinn og mátti víða sjá prúðbúna hátíðargesti sem klæddust hátíðar- og þjóðbúning í tilefni dagsins. Á meðal dagskrárliða var að fjallkonan Hugrún Pálsdóttir fór með ljóð og tónelska músin maxímús músíkús skemmti börnunum, þá voru einnig leiktæki og fleira skemmtilegt í boði. 

Að neðan má sjá nokkrar myndir frá 17. júní á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir