Um 400 manns sáu Mamma mia á Skagaströnd

Myndir: Dagný Rósa Úlfarsdóttir.
Myndir: Dagný Rósa Úlfarsdóttir.

Nemendur í leiklistarvali í 8.-10.bekk í Höfðaskóla á Skagaströnd settu á dögunum upp söngleikinn Mamma mia í leikstjórn Ástrósar Elísdóttur. Sýningin, sem var ríflega klukkustundar löng, byggir á sama handriti og sú sem nú nýtur mikilla vinsælda á fjölum Borgarleikhússins. Er þar um að ræða glænýja og frábæra þýðingu Þórarins Eldjárn.

Nemendur í leiklistardeild Höfðaskóla hafa undanfarna mánuði unnið hörðum höndum að uppsetningunni, undir stjórn kennara síns, Ástrósar Elísdóttur, og æft leik, söng og dans. Um 400 miðar voru seldir á sýningarnar þrjár sem er alveg frábær mæting miðað við íbúafjölda.

Meðfylgjandi myndir tók Dagný Rósa Úlfarsdóttir. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir