Upplýsingamiðstöð ferðamála í A-Hún. formlega opnuð

Lee Ann Maginnis er verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í A-Hún. sem var formlega opnuð á Blönduósi í gær. Mynd: KSE
Lee Ann Maginnis er verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í A-Hún. sem var formlega opnuð á Blönduósi í gær. Mynd: KSE

Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur – Húnavatnssýslu var verið opnuð í húsnæði Héraðsbókasafns Austur-Húnavatnssýslu að Hnjúkabyggð 30 á Blönduósi í gær, að viðstöddum fulltrúum sveitarfélaganna sem að henni standa og öðrum gestum.

Upplýsingamiðstöð ferðamála í A-Húnavatnssýslu er samstarfsverkefni Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar. Tilgangur samstarfsverkefnisins er að halda utan um rekstur upplýsingamiðstöðvar í húsnæði Héraðsbókasafns A-Hún.

Markmið upplýsingamiðstöðvarinnar er að veita upplýsingar um gistimöguleika, veitingar, afþreyingu, veður, færð á vegum, áætlunarferðir, skipulagðar ferðir og margt fleira í Austur -Húnavatnssýslu og víðar um land. Þar verður einnig hægt að nálgast upplýsingabæklinga, ferðakort, göngukort og fleira. Upplýsingamiðstöðin er opin  alla daga frá kl. 9-17.

Lee Ann Maginnis hefur verið ráðin verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvarinnar. Lee Ann er fædd árið 1985 og er búsett á Blönduósi. Lee Ann lauk BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2012 og ML gráðu í lögfræði frá sama skóla árið 2014. Frá útskrift starfaði Lee Ann sem verkefnastjóri hjá Háskólanum á Bifröst og sem lögfræðingur hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra.

 Meðfylgjandi myndir tók blaðamaður Feykis við opnunina og á gönguferð um Bakkastíg við Blöndu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir