Vorstemning í lofti

Horft fram Skagafjörð á Mælifellshnjúk. Í forgrunni er Hróarsdalur í Hegranesi. Mynd: PF.
Horft fram Skagafjörð á Mælifellshnjúk. Í forgrunni er Hróarsdalur í Hegranesi. Mynd: PF.

Veðrið undanfarið hefur svo sannarlega hjálpað fólki til að finna fyrir fínni vorstemningu á landinu. Sól og hiti allt að og yfir 20 gráðurnar. Með hlýindunum fylgdi vorflóð í Héraðsvötnum í Skagafirði en bændur sem Feykir hafði samband við, vildu sem minnst gera úr þeim vatnavöxtum enda vanir þeim og oft með meiri látum og klakaburtði með tilheyrandi tjóni. Blaðamaður tók rúnt um Skagafjörð fyrir helgi og hafði myndavélina með. 

Á vef Veðurstofu Íslands segir að næstu daga verði hlýtt á öllu landinu svo gera má ráð fyrir talsverðum leysingum um mest allt land sem er í nokkurri mótsögn við spána en á miðvikudag kemur norðaustan 13-23 m/s, hvassast NV-til. Rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla á N-verðu landinu. Hiti 0 til 8 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir