Ljósmyndavefur

Stólastúlkur úr fallsæti eftir seiglusigur á Árbæingum

Tindastóll og Fylkir mættust í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna á Króknum í gær. Leikurinn var því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið og úr varð sæmilegasti naglbítur en eftir að Stólastúlkur náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik minnkuðu Fylkisstúlkur muninn í síðari hálfleik og sóttu hart að marki Tindastóls á lokakaflanum. Gestirnir náðu þó ekki að jafna og lið Tindastóls fagnaði dýrmætum sigri og lyfti sér upp í áttunda sæti deildarinnar og þar með úr fallsæti. Lokatölu 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Húnavökugestir í bongóblíðu um helgina

Húnavökunni lauk í gær eftir fjögurra daga skrall. Rigning setti strik í reikninginn fimmtudag og föstudag en þá þurfti að færa hluta af dagskránni inn. Blíðuveður var laugardag og sunnudag og heimamenn og gestir með sól í sinni. Blaðamaður Feykis mætti í fjörið við félagsheimilið á Blönduósi um miðjan dag á laugardag og þar var margt um manninn og mikið um að vera eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja.
Meira

Steinullarmótið heppnaðist með glæsibrag

Steinullarmótið í knattspyrnu, ætlað stúlkum í 6. flokki, fór fram á Sauðárkróki nú um helgina. Sunnanstormur setti strik í reikninginn á föstudag og varð til þess að mótið hófst nokkrum tímum síðar en til stóð svo keppendur ættu kost á að skila sér á Krókinn í skaplegu veðri. Boltinn fór að rúlla kl. 15:30 á laugardag í sjóðheitri og skaplegri sunnanátt, um kvöldið var vel heppnuð kvöldvaka í íþróttahúsinu og síðan fór fótboltinn aftur í gang snemma á sunnudagsmorgni.
Meira

Steinullarmótið fer senn að hefjast í sól og sumarblíðu

Steinullarmótið í knattspyrnu sem ætlað er stúlkum í 6. flokki hefst kl. 15:30 í dag en snarpur suðvestanskellur gerði þátttakendum og þeim sem fylgdu erfitt fyrir í gær. Nú er veður hins vegar orðið þrusugott þó enn blási nú aðeins af suðri og hitinn nálægt 20 gráðunum. Það er því aðeins beðið eftir að síðustu liðin skili sér á Krókinn en samkvæmt upplýsingum frá Helga Margeirs, mótsstjóra, þá hafa engin lið boðað forföll.
Meira

100 nemendur brautskráðust frá FNV í dag

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 42. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag. Enn litar Covid-faraldurinn líf okkar en vegna sóttvarnareglna voru einungis nemendur og nokkrir starfsmenn skólans viðstaddir en athöfninni var streymt á netinu. Alls brautskráðust 100 nemendur frá skólanum.
Meira

Gamli bærinn á Króknum öðlast nýtt líf

Mikið er nú framkvæmt á Sauðárkróki en Feykir fór á stúfana og myndaði þær framkvæmdir sem eru í gangi í gamla bænum á Króknum. Þar má telja til að KS stendur að stækkun og allsherjar breytingum á gamla pakkhúsinu sem síðast hýsti Minjahúsið, barnaskólinn við Freyjugötu er að taka á sig nýja mynd og á verkstæðisreitnum við Freyjugötu er að spretta upp smáblokk.
Meira

Mörgum verður starsýnt á A

Árrisulir Króksarar voru margir hverjir steinhissa og nudduðu stírurnar extra vel þegar þeim varð litið til hafs í morgun. Rétt undan strandlengjunni dólaði ei stærsta snekkja heims eins og sagt var frá hér á Feyki.is fyrr í morgun. Snekkja þessi hefur undanfarnar vikur heimsótt Eyjafjörð og Siglufjörð og hvarvetna vakið mikla athygli – enda engin smásmíði og hönnunin einstök.
Meira

Vagga körfuboltans á Króknum rifin – hvert fóru silfurskotturnar?

Nú þegar leikfimisalurinn gamli við Barnaskólann á Freyjugötu á Sauðárkróki, oft kallaður Litli salurinn, hefur verið rifinn hefur skapast ágæt umræða um salinn á samfélagsmiðlum. Ljóst er að hann vekur upp misjafnar minningar hjá þeim sem þar stunduðu leikfimi og íþróttir í gegnum tíðina. Sumir eru leiðir yfir því að þessi vagga körfuboltans á Króknum hafi verið rifin án þess að nokkur hafi hreyft mótbárum og aðrir nánast fegnir að þessi salur, sem lifir í martröðum þeirra enn í dag, sé horfinn fyrir fullt og allt.
Meira

„Þessi hópur er alveg einstaklega skemmtilegur og skapandi,“ segir Pétur Guðjónsson leikstjóri og höfundur Á frívaktinni

Leikfélag Sauðárkróks fumsýnir á heimsvísu Á frívaktinni, frumsamið leikrit Péturs Guðjónssonar sem leikstýrt hefur hér á Krók bæði hjá LS og Nemendafélagi Fjölbrautaskólans. Titillinn vísar í samnefndan útvarpsþátt sem var mjög vinsæll á sínum tíma á Rás 1 og var óskalagaþáttur fyrir sjómenn. Sjómannalögin eru allsráðandi í verkinu og segir höfundurinn að áhrif þáttarins komi við sögu. Auk þess að semja verkið, leikstýrir Pétur því einnig.
Meira

Fjölmenni á Skagfirskum tónum í gær

Það má með sanni segja að fólk hafi fengið að gleyma kórónu- og kóvídástandi um stund í gærkvöldi þegar tónleikar Huldu Jónasardóttur fóru fram í húsakynnum sýndarveruleika 1238 á Sauðárkróki. Nýr salur, ætlaður tónleikum og öðrum sviðsuppákomum, var þéttsetinn, innan sóttvarnareglna að sjálfsögðu, og lofar góðu upp á framhaldið.
Meira