Aðventuævintýri á Hólum

Á sunnudaginn næstkomandi, þann 10. desember, heldur kvenfélag Hólahrepps sína árlegu aðventuhátíð á Hólum í Hjaltadal. Hátíðin er haldin í samvinnu við Hóladeild Skógræktarfélags Skagafjarðar sem verður með jólatrjáasölu á Hólum á sama tíma. 

Á dagskrá kvenfélagsins kennir ýmissa grasa. Í Nýjabæ verður flóamarkaður og þar verður lesin jólasaga kl. 12 og 13, í Sögusetri íslenska hestsins gefst tækifæri fyrir listræna útrás við piparkökuskreytingar og hægt verður að gæða sér á smákökum og kakói við Bjórsetrið. Jólatréssalan verður svo við Prestssæti 12 og mun innkoma vegna sölu jólatrjáa renna til viðhalds skóganna. 

Vakin er athygli á að ekki er tekið við greiðslukortum og ekki er hraðbanki á staðnum.

Ævintýrið hefst kl. 11:00 og lýkur kl. 14:00 en þá hefst aðventuhátíð í Hóladómkirkju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir