Eyþór Ingi í Borgarvirki

Mynd:Facebooksíða Elds í Húnaþingi
Mynd:Facebooksíða Elds í Húnaþingi

Eldur í Húnaþingi stendur nú sem hæst og í kvöld verða tónleikar með Eyþóri Inga í Borgarvirki og hefjast þeir kl. 21:00. Á Facebooksíðu Eldsins er mælt með því að fólk mæti á staðinn á réttum tíma. Sætaferðir verða í boði í Borgarvirki og fer rúta frá Tjaldsvæðinu í Kirkjuhvammi kl. 20:00 og frá Félagsheimilinu Hvammstanga kl. 20:15. Aðeins eru 19 sæti í boði. Skráning í rútuna er á eldurihun@gmail.com.

Þá er fólk beðið um að fylgja ákveðnum reglum svo ekki skapist öngþveiti og allir komist heim á skikkanlegum tíma og með brosverki. Til útskýringa má glöggva sig á akstursleiðum á kortinu sem fylgir. Grænu línurnar eru mögulegar leiðir að Borgarvirki, en rauða línan sýnir leið norður fyrir virkið og vestur fyrir Vesturhópsvatn. Þá leið skal fara á heimleiðinni. Sum sé, á heimleið skal aka norður fyrir Borgarvirki.

Annars er bara um að gera að taka með sér teppi og annað hlýtt og klæða sig í takt við veðrið. Það er örugglega einstök upplifun að hlýða á tóna í Borgarvirki og enginn ætti að missa af því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir