Hátíð í Húnavatnshreppi

Íbúahátíð Húnavatnshrepps verður haldin næsta föstudagskvöld, þann 25. ágúst. Hátíðin verður haldin í Húnavallaskóla og hefst hún kl. 20:30.

Hér er um árlegan viðburð að ræða sem haldinn hefur verið árlega frá stofnun hreppsins árið 2006. Segja má að hátíðin sé eins konar uppskeruhátíð, haldin að loknum heyskap en áður en haustverkin hefjast. Hefur hún mælst vel fyrir og er ávallt vel mætt.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að sveitarfélagið bjóði íbúum sínum upp á grillmat og krökkunum upp á hoppukastala. Gestir þurfa sjálfir að koma með drykkjarföng eða versla þau á staðnum. Fólk er vinsamlega beðið að tilkynna um þátttöku fyrir miðnætti 23. ágúst hjá:
Berglindi í Miðhúsum í síma 849-7307, Maríönnu í Holti í síma 865-5633 eða Pálma á Akri í síma 855-1807.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir