Nýr geisladiskur Heimis kynntur á afmælisfagnaði í Miðgarði

Hinn 28. desember 1927 var Karlakórinn Heimir stofnaður í Húsey í Vallhólmi og náði kórinn því þeim merka áfanga 28. desember síðastliðinn að verða 90 ára. Starf Karlakórsins Heimis í Skagafirði hefur alla tíð verið stór og órjúfanlegur hluti menningarlífs Skagfirðinga, sérstaklega á fyrri hluta síðustu aldar, þegar tækifæri til afþreyinga voru lítil sem engin og mannlíf með öðrum hætti en í dag.

Nú á vordögum, 15. apríl og 5. maí næstkomandi, verður Skagfirðingum og velunnurum kórsins boðið til afmælisfagnaðar í Menningarhúsinu Miðgarði þar sem farið verður yfir sögu kórsins í tónum og tali, stuttir leikþættir verða fluttir ásamt söngdagskrá, myndasýningu og kaffiveitingum. Dagskráin verður ferð um þessi níutíu ár, leiftur liðinna tíma.

Þá verður kynntur nýr geisladiskur frá tónleikum kórsins í Hörpu og Reykholti.

Aðgangur er ókeypis en miðafjöldi takmarkaður.

Gestum er benta á að nálgast miða í Blóma- og gjafabúð Sauðárkróks og í útibúi Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir