Mannlíf

Ferðabókin skreppur í Skagafjörð : Spjallað við Gísla Einars

Ferðabók Gísla Einarssonar (en hvorki Eggerts né Bjarna) verður sýnd í Gránu á Sauðárkróki sunnudaginn 21. janúar kl. 20:30 að staðartíma. Það er Borgfirðingurinn Gísli Einarsson sem stígur þá á stokk en í sýningunni fer Gísli, með aðstoð Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, hringinn í kringum landið og hæðist að heimamönnum á hverjum stað – nema auðvitað Skagfirðingum.
Meira

Fundartíminn færður fram til 18 í dag

Í dag, fimmtudaginn 18. janúar klukkan 18:00, verður haldinn opinn fundur í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem forsvarsfólk Flúðabakkaverkefnisins mun koma í heimsókn og kynna fyrirhugað verkefni. Á dögunum skrifaði Húnabyggð undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu átta íbúða við Flúðabakka.
Meira

Húnahornið stendur fyrir vali á Manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Líkt og undanfarin 18 ár býður Húnahornið lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu. Er biðlað til lesenda að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil. Hver og einn getur sent inn eina tilnefningu og er jafnframt óskað eftir ástæðu tilnefningarinnar. Fram kemur í frétt á Húnahorninu að Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu geti verið einstaklingur eða hópur manna.
Meira

„Ég er einn af þessum útlendingum!“

Síðast heimsótti þátturinn Dagur í lífi brottfluttra Hrútfirðinginn Laufeyju Skúla og fjölskyldu í Köben á litla Sjálandi og það næst því ekki að keyra upp langa atrennu til að taka risa stökk út í heim. Við náum þó að stökkva til vesturs yfir Jótland og Norðursjóinn og lendum í Warwickskíri í Englandi miðju en þar býr Birgir Óli Sigmundsson ásamt fjölskyldu sinni. Þau búa í bænum Warwick sem telur um 35 þúsund íbúa og Biggi Óli starfar við að kenna stærðfræði í grunnskóla
Meira

Karólína í Hvammshlíð valin Maður ársins 2023 á Norðurlandi vestra

Feykir stóð fyrir vali á Manni ársins á Norðurlandi vestra nú yfir jólin og lauk kosningu á hádegi á nýársdag. Valið stóð á milli átta aðila og var hægt að kjósa á Feykir.is eða senda inn atkvæði á skrifstofu Feykis. Alls voru það 1640 sem kusu og varð niðurstaðan sú að Karólína í Hvammshlíð, hvunndagshetja og baráttukona, reyndist öruggur sigurvegari, fékk 47% atkvæða og telst því vera Maður ársins 2023 á Norðurlandi vestra.
Meira

Munum bara að lífið er núna

Það er dama úr Blönduhlíðinni, Sigríður Garðarsdóttir í Miðhúsum, sem svarar síðasta uppgjörinu í Feyki fyrir árið 2023. „Kona á mínum aldri er gjarnan með óskipulagðan verkefnalista. Þegar eitthvað aðkallandi berst fyrir mínar dyr er það afgreitt og leyst,“ segir Sigga eldhress þegar Feykir spyr hvað hún sé að bardúsa þessa dagana.
Meira

Tókst að sniðganga alveg markmið síðasta árs

Það er Króksarinn Magnús Barðdal sem gerir upp árið að þessu sinni en hann starfar nú sem verkefnastjóri fjárfestinga hja SSNV en hans helsta verksvið er að auka fjárfestingar í landshlutanum með það fyrir augum að fjölga atvinnutækifærum. Hann væri alveg til í að sjá Tindastólsmenn verja Íslandsmeistaratitilinn.
Meira

Bíður spennt eftir Fljótagöngum

Enn er Feykir að rótast í að plata fólk til að gera upp árið sitt með lesendum. Að þessu sinni er það Stefanía Hjördís Leifsdóttir á Brúnastöðum í Fljótum sem höndlar uppgjörið. Hún er bóndi og ferðaþjónustubóndi en ábúendur á Brúnastöðum eru m.a. með húsdýragarð og standa í geitaostagerð svo eitthvað sé nefnt. Hún bíður spennt eftir Fljótagöngum.
Meira

Frið á jörð

Á nýársdegi er það Erla María Lárusdóttir innanhúshönnuður sem gerir upp árið 2023. „Ég starfa hjá Vinnumálastofnun, sit í sveitarstjórn á Skagaströnd, tek að mér verkefni í innanhússhönnun og rek menningar- og samveruhúsið Bjarmanes ásamt Evu Guðbjartsdóttur,“ svarar Erla María þegar Feykir forvitnast um hvað hún sé að bralla. Sumir hafa bara fullt að gera.
Meira

Það eru bara 25 tímar í sólarhringnum...

Björgvin Brynjólfsson býr í Vogahverfinu í Reykjavík en er alla jafna einn alharðast stuðningsmaður Kormáks/Hvatar í fótboltanum og einn af spekingunum á bak við aðdáendasíðuna. Þá er kappinn formaður meistaraflokksráðs liðsins en er að auki gæðastjóri hjá Vegagerðinni. Þar sem hann fékk óvart sendan spurningalista sem fylgdi nokkurra ára gömlu ársuppgjöri hefur Feykir upplýsingar um að Björgvin er sporðdreki „...með öllum tilheyrandi kostum og löstum.“ Þau þrjú orð sem honum finnst lýsandi fyrir árið eru; árangur uppferð og hamingjja – sem segir manni að árið hans hafi verið vel yfir meðallagi.
Meira