Mannlíf

Græni salurinn reyndist frábær kvöldstund

Það var eðalstemning í Bifröst síðastliðið föstudagskvöld þegar breiður hópur skagfirsks tónlistarfólks steig á marrandi sviðið og gerði heiðarlega tilraun til að lyfta þakinu af gamla kofanum á tónleikunum Græni salurinn. Tíu grúbbur mættu til leiks og sumt listafólkið í mörgum eins og vill verða þegar múltítalentar leiða saman hesta sína. Feykir heyrði hljóðið í þremur köppum að tónleikum loknum og fékk lánaðar nokkrar myndir.
Meira

Takk pabbi

Hrefna Jóhannesdóttir, skógræktarbóndi á Silfrastöðum og sviðstjóri skógarþjónustu hjá Skógræktinni, féllst á að gera upp árið í Feyki. Hún situr einnig í sveitarstjórn Skagafjarðar og segir það vera afar gefandi og hvetjandi að umgangast gott og skemmtilegt fólk.
Meira

Hver vill ekki skella bévaðri verðbólgunni á brennuna?

Þá er það Blönduósingurinn Guðmundur Haukur Jakobsson sem gerir upp árið. Ef rennt er yfir upplýsingar á Facebook-síðu hans má sjá að hann er forseti sveitarstjórnar í Húnabyggð, matreiðslumaður og kúskari í félagsheimilinu á Blönduósi og pípulagnameistari hjá N1 píparanum. Í haust varð hann síðan einn alfrægasti eldislaxaháfari landsins. Ætli það liti uppgjör ársins?
Meira

Eru ekki allir klárir í Gamlárshlaupið?

Í tilefni af sjötugsafmæli Árna Stefánssonar verður Gamlárshlaup skokkhópsins haldið á nýjan leik á Sauðárkróki þann 31. desember. Hlaupið hefst kl. 13 en skráning hefst klukkutíma fyrr við íþróttahúsið á Króknum en þaðan verður einmitt hlaupið. Ekkert þátttökugjald verður en þeir sem munu spretta úr spori eiga engu að síður möguleika á sleppa að veglegum útdráttarverðlaunum að hlaupi loknu.
Meira

Áramótabrennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra

Það styttist óðum í að árið 2023 renni sitt skeið á enda. Að venju verður árið kvatt og nýju ári fagnað á Nirðurlandi vestra með áramótabrennum og flugeldasýningum eins og hefð er fyrir. Þeir ferskustu munu vafalaust spretta úr spori í Gamlárshlaupi eða einhverju viðlíka fyrr um daginn áður en hafist verður handa við eldamennskuna. Feykir stiklar á stóru í dagskrá gamlársdags á svæðinu okkar.
Meira

Setti persónulegt fundamet á einum degi

Það er Sigríður Ólafsdóttir bóndi í Víðidalstungu sem gerir upp árið í þetta skiptið. Hún er ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Hún vonast eftir góðu veðri árið 2024.
Meira

Gítarpartý á Sjávarborg

Í kvöld föstudaginn 29. desember er kvöldið til að skella sér í betri fötin og hita upp fyrir áramótin. Opið verður lengur á Sjávarborg á Hvammstanga og ætla Elvar Logi og Hrund að halda uppi stuðinu fram á nótt. Blaðamaður hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að þarna verði brjálað stuð. 
Meira

Af jólaböllum í Fljótum

Það er tími jólaballanna þessa dagana en það má fullyrða að heldur hafi þeim nú fækkað frá því sem áður var. Í skemmtilegri færslu á Facebook-síðunni Sveitin okkar – Fljótin segir Halldór Gunnar Hálfdansson á Molastöðum frá því að í fyrsta sinn sem hann hitti tengdaforeldra sína þá hafi það verið á jólaballi í Ketilási. „... og þá á ég ekki við fjölskyldujólaball, heldur eitthvað sem minnti á þorrablót með fullmannaðri hljómsveit, hinnum rómuðu Gautum frá Siglufirði.“
Meira

Vill skella öllum tegundum af almennum leiðindum á brennuna

Þá er komið að Gísla Gunnarssyni vígslubiskupi á Hólum í Hjaltadal að gera upp árið í Feyki. Gísli var vígður í embættið í ágúst 2022 en áður þjónaði hann sem prestur í Glaumbæjarsókn. Hann hefur leyst af í Skagafjarðarprestakalli nú yfir aðventuna enda aðeins tveir prestar starfandi sem stendur í sókninni.
Meira

Það kennir margra grasa í Græna salnum í kvöld

Sumum finnst ekki vera jól á Sauðárkróki nema Jólamót Molduxa fari fram. Það má kannski segja að önnur hefð sé að skapast en það er tónleikahald í gömlu góðu Bifröst, milli jóla og nýárs, sem kallast Græni salurinn en þá stígur á stokk hópur sprækra tónlistarmanna úr héraði, bæði landsþekktir og minna þekktir, og skemmta sér og gestum með alls konar konfekti. Feykir tók aðeins stöðuna hjá Guðbrandi Ægi Ásbjörnssyni tónleikahaldara.
Meira