Mannlíf

Setti persónulegt fundamet á einum degi

Það er Sigríður Ólafsdóttir bóndi í Víðidalstungu sem gerir upp árið í þetta skiptið. Hún er ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Hún vonast eftir góðu veðri árið 2024.
Meira

Gítarpartý á Sjávarborg

Í kvöld föstudaginn 29. desember er kvöldið til að skella sér í betri fötin og hita upp fyrir áramótin. Opið verður lengur á Sjávarborg á Hvammstanga og ætla Elvar Logi og Hrund að halda uppi stuðinu fram á nótt. Blaðamaður hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að þarna verði brjálað stuð. 
Meira

Af jólaböllum í Fljótum

Það er tími jólaballanna þessa dagana en það má fullyrða að heldur hafi þeim nú fækkað frá því sem áður var. Í skemmtilegri færslu á Facebook-síðunni Sveitin okkar – Fljótin segir Halldór Gunnar Hálfdansson á Molastöðum frá því að í fyrsta sinn sem hann hitti tengdaforeldra sína þá hafi það verið á jólaballi í Ketilási. „... og þá á ég ekki við fjölskyldujólaball, heldur eitthvað sem minnti á þorrablót með fullmannaðri hljómsveit, hinnum rómuðu Gautum frá Siglufirði.“
Meira

Vill skella öllum tegundum af almennum leiðindum á brennuna

Þá er komið að Gísla Gunnarssyni vígslubiskupi á Hólum í Hjaltadal að gera upp árið í Feyki. Gísli var vígður í embættið í ágúst 2022 en áður þjónaði hann sem prestur í Glaumbæjarsókn. Hann hefur leyst af í Skagafjarðarprestakalli nú yfir aðventuna enda aðeins tveir prestar starfandi sem stendur í sókninni.
Meira

Það kennir margra grasa í Græna salnum í kvöld

Sumum finnst ekki vera jól á Sauðárkróki nema Jólamót Molduxa fari fram. Það má kannski segja að önnur hefð sé að skapast en það er tónleikahald í gömlu góðu Bifröst, milli jóla og nýárs, sem kallast Græni salurinn en þá stígur á stokk hópur sprækra tónlistarmanna úr héraði, bæði landsþekktir og minna þekktir, og skemmta sér og gestum með alls konar konfekti. Feykir tók aðeins stöðuna hjá Guðbrandi Ægi Ásbjörnssyni tónleikahaldara.
Meira

Ásdís Brynja er Íþróttamaður USAH 2023

Í gær var tilkynnt um valið á Íþróttamanni USAH 2023 við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Fyrir valinu að þessu sinni varð Ásdís Brynja Jónsdóttir knapi frá Hestamannafélaginu Neista.
Meira

Ætlaði að lesa og prjóna meira á árinu

Meira

Arnar Björnsson kjörinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2023

Í gærkvöldi fór fram mikil og góð hátíðarsamkoma í Ljósheimum þar sem tilkynnt var um val á íþróttamanni Skagafjarðar 2023 sem og þjálfara og lið ársins. Það þarf sjálfsagt ekki að koma nokkrum á óvart að meistaralið Tindastóls náði fullu húsi í valinu; Arnar Björnsson var kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar, Pavel Ermolinski þjálfari ársins og Íslandsmeistarar Tindastóls í körfuknattleik lið ársins.
Meira

Karl Lúðvíksson hlaut Samfélagsviðurkenningu Molduxa 2023

Við setningu Jólamóts Molduxa, sem haldið var annan dag jóla, var upplýst hver hlýtur hin eftirsóttu Samfélagsviðurkenningu Molduxa en þau hafa verið veitt frá árinu 2015. Að þessu sinni féll hún Karli Lúðvíkssyni í skaut en hann hefur verið ötull í hvers kyns starfi fyrir sitt samfélag á sviði almenningsíþrótta og sjálfboðaliðsstarfa, ekki síst í þágu fatlaðra.
Meira

Gamlar perlur dregnar fram

Karlakórinn Heimir stendur á tímamótum, en afgerandi kaflaskil urðu í sögu kórsins nú í haust við sviplegt andlát Stefáns Reynis Gíslasonar, stjórnanda kórsins til áratuga. Það varð Heimismönnum hins vegar strax ljóst að ekki þýddi að leggja árar í bát, þó höggið hafi verið þungt, og tekin var sú ákvörðun að ljúka afmælistónleikaröð Óskars Péturssonar, sem var hálfnuð þegar þarna var komið sögu.Ákvörðunin um að ljúka þeirri tónleikaröð var ekki auðveld, að sögn Atla Gunnar Arnórssonar formanns kórsins, „en það tókst að ljúka því verkefni með sóma, þar sem byggt var á því veganesti sem Stefán hafði látið okkur í té og hann var nú einu sinni þannig gerður að uppgjöf var ekki til í hans orðabók“ segir Atli.
Meira