Chilli camenbert dýfa, pestókjúklingaréttur og dísætur kókosbolludesert

Matgæðingarnir Hallfríður Sigurbjörg og Kristinn Rúnar í Dæli í Víðidal. Mynd úr einkasafni.
Matgæðingarnir Hallfríður Sigurbjörg og Kristinn Rúnar í Dæli í Víðidal. Mynd úr einkasafni.

„Við kjósum að elda einfalda og fljótlega rétti,“ segja matgæðingar 41. tölublaðs ársins 2015, Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Kristinn Rúnar Víglundsson í Dæli í Víðidal, Húnaþingi vestra. Þau bjóða lesendum upp á ofnhitaða Chilli camenbert dýfu í forrétt, pestókjúklingarétt í aðalrétt og að lokum dísætan desert. 

Forréttur
Chilli camenbert dýfa með kexi og vínberjum

1 camenbert ostur
súrsæt chilli sósa
vnber
kex eftir smekk (hvítlauks/papriku) 

Aðferð: Setjið ostinn í eldfast mót og svo sósu yfir eftir smekk. Bakið ostinn við 180°C í 8-10 mín. Borðiðeð kexi og vínberum.

 Aðalréttur
Pestókjúklingaréttur 

500 gr kjúklingabringur
100 gr rautt pesto
200 gr Dala fetaostur í kryddolíu
pasta

Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar niður í litla bita (munnbita) steikið létt á pönnu. Setjið svo kjúklinginn í eldfast mót og hellið yfir hann rauðu pestói og fetaostinum (hafið olíuna með). Ofninn á að vera stilltur á 180°C í 20 mínútur. Eldið svo pasta til að hafa með.
 

Eftirréttur
Dísætur kókosbolludesert 

½ l rjómi
4 kókosbollur
1 marensbotn (að eigin vali)
 250 gr Nóa kropp
1 askja jarðaber 

Aðferð: Þeytið rjómann. Blandið Nóa kroppi út í helminginn af rjómanum og breiðið í botninn á forminu. Brjótið marensbotninn í litla bita og dreifið yfir rjómann og Nóa kroppið. Setjið svo kókosbollurnar saman við rjómann, sem eftir er, og blandið saman. Setjið svo kókosblönduna ofan á marensinn. Skerið jarðaberin niður og skreytið.

Geymist í kæli í nokkrar klukkustundir áður en borið er fram.  

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir