Einfaldir fiskréttir eftir kjötátveislu jólanna

Vigdís, Ísólfur og synir á góðri stund. Mynd úr einkasafni.
Vigdís, Ísólfur og synir á góðri stund. Mynd úr einkasafni.

Fyrstu matgæðingar Feykis árið 2016 voru hjónin og hrossaræktendurnir Ísólfur Lídal Þórisson og Vigdís Gunnarsdóttir á Lækjarmóti II, og synir þeirra tveir, Ísak og Guðmar. „Eftir kjötátveislu jólanna eru margir sem vilja fá sér fisk svo hér kemur ein einföld uppskrift af rækjuforrétti og saltfisk aðalrétti,“ segja hjónin.   

Forréttur
Rækjuréttur 

Rækjur
mangó
sýrður rjómi
agavesýróp
sítróna 

Aðferð:
Rækjur settar  í skál með mangóbitum, sýrðum rjóma sem búið er hræra svo litið af afgavesýrópi út í og kreistu af sítrónusafa. 

Aðalréttur
Saltfiskréttur fyrir 4-6 

2 laukar, rauður og venjulegur
1 blaðlaukur
1 hvítlaukur
3 paprikur; rauð, gul og græn
gráðostur
salt og pipar
fiskikraftur frá Oscar
rjómi
saltfiskur, skorinn í bita
ostur, rifinn 

Aðferð:
Laukar og paprikur saxaðar niður og mýktar á pönnu. Gráðosti bætt út í og síðan kryddað með salti og pipar og fiskikrafti frá Oscar. Síðan er slatta af rjóma hellt yfir allt saman. Öllu sturtað í eldfast mót eða steikarpott og saltfiskbitum raðað ofan á (ca 1 kg fyrir 4-6). Sett inn í 200°C heitan ofn í 15 mínútur. Rétturinn er þá tekinn út og rifnum osti sáldrað yfir, settur aftur í ofninn í 10-15 mínútur með blæstri. 

Með þessu er gott að drekka nokkuð sætt hvítvín. Og þá má hafa bakað smábrauð líka en ekki nauðsyn.

  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir