Hólmfríðarkökur Guðrúnar og Bogga - leiðrétting

Hólmfríðarkökur. Mynd: úr safni Feykis.
Hólmfríðarkökur. Mynd: úr safni Feykis.

Í Jólablaði Feykis bauð Kammerkór Skagafjarðar lesendum upp á girnilegar uppskriftir sem án efa verða prófaðar af jólasmákökubökurum og hafðar á borðum. Þá er nú gott að hafa uppskriftirnar kórréttar svo allt verði eins og á að vera. Í Hólmfríðarkökum Guðrúnar og Bogga gleymdist matarsótinn og leiðréttist hér með.

  • 200 gr smjör eða smjörlíki
  • 2 dl sykur
  • 2 dl púðusykur
  • 1 tsk natron
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 4 dl hveiti
  • 4 dl kornflex
  • 2 dl kókosmjöl
  • 4 dl haframjöl

Smjör sykur egg og vanilludropar hrært vel saman og svo restinni af þurrefnunum blandað saman við. Sett á plötu með skeið eða búnar til litlar kúlur og þrýst ofaná þær með gaffli. Bakist við 180-200°C í ca.10 mín. eða þar til að þær eru ljósbrúnar. Gott að dýfa kökunum í bráðið súkkulaði, þannig að súkkulaðið þeki hálfa kökuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir