Lax með mango chutney og bananaís

Matgæðingarnir Rakel og Kári. Mynd: Úr einkasafni.
Matgæðingarnir Rakel og Kári. Mynd: Úr einkasafni.

„Í sama tölublaði og ég lýsti því yfir að ég væri lélegur kokkur fengum við áskorun frá vinafólki okkar Þóreyju Eddu og Gumma að vera næstu matgæðingar í Feyki. Þessar uppskriftir eru tileinkaðar þeim sem eru í sama formi og ég í eldhúsinu þar sem lykilorðið er „einfalt“,“ segir Rakel Runólfsdóttir en hún og Jóhannes Kári Bragason voru matgæðingar vikunnar í 19. tölublaði Feykis árið 2015. 

Aðalréttur
Lax með mango chutney

 (uppskriftirnar eru fyrir um 3) 

1 flak lax (ca 800 g)
salt og pipar
2-3 msk mango chutney
2-3 msk sesamfræ 

Aðferð:
Ofn hitaður í 180°C. Laxinn er lagður í eldfast mót og hann kryddaður með salti og pipar. Því næst er mango chutney smurt á laxinn og sesamfræjunum stráð yfir. Bakað í ofni í um 20 mínútur, fer eftir þykkt laxins, eða þar til hann er eldaður í gegn.

Borið fram með ofnbökuðum sætum kartöflum og fersku salati. 


Eftirréttur
Bananaís 

3 frosnir bananar
2 msk hnetusmjör 

Aðferð:
Bananar og hnetusmjör maukað saman með töfrasprota, örlitlu vatni bætt við til að þynna ef ísinn er of þykkur.  Mjög gott að hafa hindber eða granóla ofan á.

 Verði ykkur að góðu!

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir