Svínakjötspottréttur og Marsipan- eplakaka

Matgæðingurinn Elinborg á Hóli.
Matgæðingurinn Elinborg á Hóli.

Matgæðingurinn Elínborg frá Hóli átti uppskriftir í 11. tölublaði Feykis árið 2015
„Þessar uppskriftir urðu fyrir valinu hjá mér. Báðar eru í uppáhaldi og mikið notaðar, sérstaklega pottrétturinn. Í honum er magnið af hverju hráefni alls ekki heilagt, heldur er um að gera að breyta og bæta eftir því sem smekkur manna býður,“ segir Elínborg Ásgeirsdóttir á Hóli í Skagafirði. 

Aðalréttur
Svínakjötspottréttur
5-600 gr svínagúllas
olía
engifer, 3 sm bútur
½ blaðlaukur
1 paprika
2 stórar gulrætur
4 msk sojasósa
3 msk teriyaki sósa
3-4 msk hunang
2-3 msk hlynsíróp
1 dós baby maís
1 dós bambus
maizenamjöl 

Aðferð:
Engifer saxað smátt, blaðlaukur, gulrót og paprika skorin í strimla. Kjötið brúnað í olíu, engiferi bætt út í og síðan ferska grænmetinu. Steikt í nokkrar mínútur og síðan er sojasósu, teriyaki sósu, hunangi, sírópi, baby mais og bambus bætt við. Látið malla þar til kjötið er tilbúið. Þykkt með maizenamjöli. Gott að bera fram með núðlum, hrísgrjónum og/eða hvítlauksbrauði. 

Eftirréttur
Marsipan- eplakaka
Deig:
200 gr smjör, lint
150 gr sykur
3 egg
1 tsk vanilludropar
½ tsk rommdropar
1 tsk lyftiduft
120 gr hveiti
30 gr maizenamjöl
100 gr hakkaðar möndlur 

Fylling:
200 gr marsipan(rå)
2 dl rjómi
4 græn epli
3 msk sítrónusafi
50 gr möndluflögur

Aðferð:
Smjöri og sykri hrært saman, eggjum bætt út í einu í einu, síðan dropunum og loks þurrefnunum. Jafnað í stórt vel smurt eldfast mót.
Marsipan og rjómi brætt saman á lágum hita og jafnað yfir deigið. Eplin skorin í skífur og lögð ofan á. Sítrónusafa ýrt yfir og möndluflögum dreift þar yfir. Einnig er gott að setja smá kanilsykur yfir eplin. Bakað við 180°C í u.þ.b. 40 mín. 

Verði ykkur að góðu!

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir