Matgæðingar

Lambalundir með sætkartöflumús og sveppasósu

Matgæðingar vikunnar í tbl 9, 2023, eru Skagfirðingarnir Margrét Helga Hallsdóttir og Helgi Freyr Margeirsson. Margrét vinnur í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Helgi í útibúi Landsbankans á Króknum auk þess sem hann er þjálfari meistaraflokks kvenna í körfunni ásamt ýmsu öðru. Þau eiga saman þrjú börn, Hall Atla, Maríu Hrönn og Hólmar Daða.
Meira

Lágkolvetna fiskisúpa og súkkulaðikaka án sykurs og hveiti

Það er Edda Hlíf Hlífarsdóttir sem var matgæðingur í tbl. 8 á þessu ári en hún fékk áskorun frá systur sinni Þyrey Hlífarsdóttur að taka við þættinum á eftir sér. Edda er fædd og uppalin í Víðiholti í Skagafirði og starfar sem prestur í Húnavatnsprestakalli. Edda er búsett á Blönduósi og er unnusti hennar, Þráinn Víkingur Ragnarsson verkfræðingur, búsettur í Austur-Landeyjum, þar sem þau reka hrossaræktarbú.
Meira

Þorskur með pistasíusalsa, sætkartöflumús og sojasmjörsósu

Matgæðingur vikunnar í tbl. 7 á þessu ári var Dagný Huld Gunnarsdóttir í Iðutúninu á Króknum. Dagný er gift Hirti Elefssen og eiga þau saman fjögur börn. Dagný vinnur á leikskólanum Ársölum og Hjörtur á Vélaverkstæði KS. „Takk kærlega fyrir Sigrún að skora á mig. Þú hefðir nú heldur átt að skora á hann Hjört þar sem hann er snillingur í eldhúsinu. En þessar uppskriftir eru í miklu uppáhaldi hjá okkur, njótið.“
Meira

Matmikil gúllassúpa og Ronjubrauð

Matgæðingar vikunnar í tbl. 6 voru Þyrey Hlífarsdóttir og Dagur Þór Baldvinsson í Víðiholti. Þau eiga þrjú börn, Evu Rún, Hlífar Óla og Baldvin Orra. Þyrey og Dagur eru bæði Skagfirðingar, Þyrey frá Víðiholti og Dagur frá Sauðárkróki. Þyrey er kennari í Varmahlíðarskóla og Dagur er hafnarstjóri Skagafjarðarhafna. Á þeirra heimili er mikið eldað af mat og höfum við gaman af því að halda matarboð og fá fjölskyldu og vini til okkar í mat. „Ef ég myndi segja að við hjónin værum jafn dugleg að elda þá væri það bara alls ekki satt. Við getum orðað það þannig að annað okkar er meira fyrir að elda matinn og hitt gerir meira af því að borða matinn,“ segir Þyrey.
Meira

Pestó kjúklingaréttur og meðlæti

Sigrún Elva Benediktsdóttir var matgæðingur í tbl 5 á þess ári og er Sigrún fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti heim í fyrra sumar eftir að hafa búið síðustu tíu ár í Svíþjóð þar sem hún kynntist barnsföður sínum, Shaher, sem kemur frá Sýrlandi og eiga þau saman tvo stráka.
Meira

Fullkominn matur fyrir komandi vetur

Matgæðingar í tbl 4 á þessu ári voru Helga Sjöfn Helgadóttir og Gunnlaugur Hrafn Jónsson (Gulli) í Hátúni í Skagafirði. Þau eiga þrjú börn, Jón Dag, Dagmar Ólínu og Hrafn Helga, og tvö barnabörn. Helga og Gulli eru bæði úr Skagafirðinum, Helga frá Laugarbökkum í Lýtingsstaðahreppi og Gulli frá Stóru-Gröf ytri í Staðarhreppi. Helga er kennaramenntuð og Gulli vann við tamningar áður en þau ákváðu að gerast kúabændur í Hátúni. „Við erum engir ástríðukokkar en höfum gaman af að slá upp matarveislum annað slagið. Þar er það helst villibráðin sem Gulli veiðir og ég matreiði sem verður fyrir valinu. Skemmtilegast er að matreiða úr hráefni sem við framleiðum eða veiðum sjálf,“ segir Helga.
Meira

Elvis-borgari og ferskjubaka

Matgæðingur vikunnar í tbl 3 í ár var Vilhelm Vilhelmsson en hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og starfar sem forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra. Hann er kvæntur Sólveigu Huldu Benjamínsdóttur, safnafræðingi og forstöðumanni safna í Húnaþingi vestra. Þau eiga fjögur börn á aldrinum eins til þrettán ára svo það er aldrei lognmolla á þeirra heimili. Vilhelm og Sólveig búa í Húnaþingi vestra þar sem þau eru bæði fædd og uppalin.
Meira

Strumpagrautur og boost

Matgæðingur fyrstu vikuna á þessu herrans ári, 2023, var Kristinn Arnar Benjamínsson sem vill helst láta kalla sig Kidda. Kiddi er fæddur árið 1991, er leikskólakennari og starfar sem leikskólastjóri á Hvammstanga. Eiginkona Kidda heitir Fjóla og eiga þau tvo hressa drengi sem heita Almar og Ingvar. Kiddi er uppalinn á Hvammstanga en eftir að hafa farið suður í nám tókst honum, árið 2021, að draga fjölskylduna norður og keyptu þau hús á Hvammstanga. Kiddi ætlar að deila með ykkur tveim uppskriftum.
Meira

Grillað og reykt

Matgæðingur í tbl 2 á þessu ári var Elísabet S.K. Ágústsdóttir en hún vinnur sem verslunarstjóri í Vélaval í Varmahlíð og býr ásamt eiginmanni sínum, Torfa, í Sunnuhlíð í Varmahlíð og hafa gert síðan 2020.
Meira

Páskaísinn

Er ekki tilvalið að græja páskaísinn núna um helgina? Held ég þurfi allavega að gera það svo það verði nú einhver eftirréttur á páskadag heima hjá mér. Búið að vera pínu öðruvísi byrjun á þessu ári en árin 2021 og 2022 þegar allt lá niðri og maður hafði tíma til að gera allan fja.... Það verður allavega ekki gerð vorhreingerning heima hjá mér fyrir páskana þetta árið, það eitt veit ég. Set mér markmið að komast nokkuð heill út úr þessari törn því þriðja vaktin mín er að ná hæstu hæðum þessa dagana og gott að minna sig stundum á að muna að njóta en ekki þjóta.
Meira