Matgæðingar

Matgæðingur vikunnar - Kjúklingasúpa og brauðbollur með fetaosti

Matgæðingur vikunnar er Halla Rut Stefánsdóttir en hún er dóttir hjónanna Margrétar Guðbrandsdóttur og Stefáns Gíslasonar. Halla ólst upp í Varmahlíð en er búsett á Hofsósi í dag en þar starfar hún sem prestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli. Halla gefur hér með uppskrift af súpu sem hún gerir oft og finnst alltaf jafn góð.
Meira

Ungversk gúllassúpa og ís með kantalópu og súkkulaðisósu

Matgæðingar í tbl 22, 2021, voru Júlía Pálmadóttir Sighvats og eiginmaður hennar, Óskar Friðrik Sigmarsson. Þau fengu áskorun frá Birgittu, móður Júlíu, en þau hjónakorn búa í Breiðholti í Reykjavík. Júlía er uppalin á Sauðárkróki og finnst þeim alltaf jafn gott að komast í „sveitina“ með börnin til að hitta afa og ömmu.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Nautavefjur og epladásemd

Þröstur Magnússon fékk áskorun frá vini sínum, Árna Geir Sigurbjörnssyni, og var Þröstur ekki lengi að koma með tvær uppskriftir sem ykkur á örugglega eftir að líka vel við. Þröst þekkja margir á Króknum en hann er eigandi Myndunar hf. sem býður upp á ýmiss konar þjónustu, allt frá fatamerkingum upp í bílamerkingar ásamt ýmsu öðru.
Meira

Ofnbakaður teriyaki silungur og marengsrúlluterta

Matgæðingar í tbl 20, 2021, voru þau Vigdís Elva Þorgeirsdóttir, leiðbeinandi við Höfðaskóla á Skagaströnd og kennaranemi við Háskóla Íslands, og eiginmaður hennar, Þröstur Árnason sjómaður á Drangey SK-2. Þau eiga saman fjögur börn á aldrinum 8 til 20 ára og búa á Skagaströnd.
Meira

Matgæðingar vikunnar - Lambaskankar og Toblerone mús

Sara Katrín Stefánsdóttir og Hjörleifur Björnsson eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. Þau eru bæði Skagfirðingar í húð og hár en eru búsett í Kópavoginum ásamt börnunum sínum tveimur, þeim Hinriki og Guðrúnu Katrínu. Sara er geislafræðingur og vinnur á Geislameðferðardeild krabbameina á Landspítalanum og Hjörleifur er pípari og rekur sitt eigið fyrirtæki, Lagnaafl.
Meira

Búðingar og Buff-stroganoff

Matgæðingurinn í tbl 18 í fyrra, 2021, var Birgitta Pálsdóttir á Sauðárkróki sem tók áskorun elskulegrar dóttur sinnar, Herdísar Pálmadóttur. Birgitta starfaði sem ljósmóðir hjá HSN í mörg ár en er nú iðin fyrir Félag eldri borgara á Króknum. Birgitta segist vera orðin afar löt við að matbúa, finnst leiðinlegt að elda handa þeim hjónakornunum, en slær gjarnan upp veislu ef von er á fleirum til að snæða.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Gúllassúpa og gerbollur

Það er Árni Geir Sigurbjörnsson sem er matgæðingur vikunnar, tbl 6 2022, að þessu sinni en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Konan hans, Katla Gísladóttir, á einnig rætur að rekja í Skagafjörðinn en er uppalin á Suðurlandi. Þau eiga saman tveggja ára tvíburastelpur, Hildi Ingu og Telmu Rún. Árni Geir starfar sem smiður og Katla vinnur hjá Mannvit og starfar við brunahönnun.
Meira

Ofnbakaður fiskréttur og krukkugotterí

Það er alltof sjaldan sem við borðum fisk á mínu heimili og ákvað ég því að koma með einn mjög góðan sem allir borða, allavega í mínum húsum. Þá fann ég einn girnilegan eftirrétt sem mig langar til að prufa um helgina, nema ég skipti út namminu í Daim því mér þykir það svo agalega gott. Báðar þessar uppskriftir og myndir koma af heimasíðunni gerumdaginngirnilegan.is
Meira

Matgæðingur vikunnar - Moussaka og ein frönsk

Matgæðingar vikunnar, tbl 5 2022, eru Linda Fanney Valgeirsdóttir frá Vatni á Höfðaströnd og eiginmaður hennar, Jóhannes Björn Arelakis frá Siglufirði. Linda Fanney starfar sem framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor ehf. og Jóhannes er sérfræðingur hjá Advania. Þau búa í Setberginu í Hafnarfirði ásamt dætrunum Karólínu Bríeti og Steinunni Diljá.
Meira

Geggjaður fiskréttur og einföld skyrterta

Matgæðingar í tbl 16, 2021, voru þau Kristín Ingibjörg Lárusdóttir og Gunnar Kristinn Ólafsson. Þau búa á Blönduósi og eiga saman fimm börn. Gunnar starfar hjá Ísgel ehf. sem er í þeirra eigu ásamt bróður Kristínar og mágkonu. Kristín er menningar-, íþrótta-, og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar.
Meira