SSNV sóknaráætlun 2016

Page 1

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra 2016

Er styrkur í þér?

• Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar • Verkefnastyrkir til menningarstarfs • Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs


Vinnustofur / viðtalstímar

Atvinnuráðgjafar SSNV verða með vinnustofur/viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veittar upplýsingar um aðra styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi. Við hvetjum umsækjendur og aðra þá sem áhuga hafa eindregið til að nýta sér þessa þjónustu. ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR > HVAMMSTANGI

Kl. 15–18

Skrifstofa SSNV, Höfðabraut 6

MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR > BLÖNDUÓS

Kl. 15–18

Fundarsalur Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33

FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR > SKAGASTRÖND

Kl. 15–18

Skrifstofa SSNV, Einbúastíg 2

ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR > SAUÐÁRKRÓKUR

Kl. 13–18

Kaffi Krókur

MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR > VARMAHLÍÐ

Kl. 15–18

Hótel Varmahlíð

FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR > HOFSÓS

Kl. 15–18

Frændgarður


Umsóknir um styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningarstarfs! Ákveðið hefur verið að hafa eina aðalúthlutun á árinu 2016 með umsóknarfresti til og með 15 .febrúar nk. Þau verkefni hafa forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: a) Verkefni sem falla að markmiðum og áherslum Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2015-2019. b) Verkefni sem stuðla að nýsköpun, fjölbreytni og aukinni fagmennsku í menningarstarfi og menningartengdri ferðaþjónustu. c) Verkefni sem efla samstarf á sviði menningar og atvinnulífs og fjölga atvinnutækifærum á Norðurlandi vestra. d) Verkefni sem stuðla að nýsköpun og atvinnuþróun og nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnusköpunar á Norðurlandi vestra. e) Verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að fjölbreyttari atvinnutækifærum fyrir konur og ungt fólk á svæðinu. Verklags- og úthlutunarreglur og umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu SSNV, www.ssnv.is, undir liðnum Uppbyggingarsjóður. Athugið að sömu úthlutunarreglur og sama umsóknareyðublaðið er fyrir allar tegundir styrkja. Umsóknum skal skilað rafrænt á umsoknir@ssnv.is

Allar nánari upplýsingar og aðstoð veita... Sólveig Olga Sigurðardóttir, símar 455 6119 / 857 0251, netfang: solveig@ssnv.is Ingibergur Guðmundsson, símar 452 2901 / 892 3080, netfang: ingibergur@ssnv.is

Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar 2016


Munið að vanda umsóknina! Ein aðalúthlutun

Á árinu 2016 er ein aðalúthlutun með umsóknarfresti til og með 15. febrúar nk.

Þetta er samkeppnissjóður Lesið vel verklags- og úthlutunarreglurnar. Þær eru leiðarlýsing um áherslurnar hverju sinni.

Vandið umsóknirnar Umsóknin er lýsing á framkvæmd þess verkefnis sem sótt er um styrk til og því grundvöllur þess samnings sem gerður er ef styrkur fæst.

Er eitthvað í umsókninni þinni sem verður til þess að þitt verkefni er valið umfram önnur verkefni?

Leiðbeiningar um gerð umsókna Á heimasíðu SSNV, á slóðinni www.ssnv.is/is/uppbyggingar sjodur/eydublod er að finna leiðbeiningar um gerð umsókna. Umsækjendur eru eindregið hvattir til að kynna sér þær.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.