Rabb-a-babb 146: Sirrí í Glaumbæ

Nafn: Sigríður Sigurðardóttir.
Árgangur: 1954.
Fjölskylduhagir: Ein að róla.
Búseta: Í sveitinni minni.
Hverra manna ertu og hvar upp alin: Móðir mín er María Helgadóttir frá Tungu í Gönguskörðum en faðir minn, Sigurður Björnsson, var fæddur og uppalinn á Stóru-Ökrum. Þar ólst ég upp ásamt átta systkinum mínum.     
Starf / nám: Vann allskonar vinnu á námsárunum en fyrsta alvöruvinnan var kennsla við Varmalandsskóla í Borgarfirði (Mýrasýslu) og svo Stórutjarnarskóla í S. Þingeyjarsýslu og fleiri skóla, sagnfræðingur á Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands og síðustu áratugina safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga / Námsferillinn var: Akraskóli, Laugarnesskóli, Unglingaskólinn í Varmahlíð, Reykjaskóli í Hrútafirði, Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands (sagnfræði).
Hvað er í deiglunni: Vangaveltur um tilveruna.

Hvernig nemandi varstu?  Fremurhlédrægur.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
 Gestirnir.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
 Þjóðminjavörður eða flugmaður.

Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Minnist ekki neins sérstaks.

Besti ilmurinn? Er af nýslegnu grasi.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Procol Harum.

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Eitt „mottóanna“ í lífi mínu er að syngja aldrei í kareókí.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Engu sérstöku.

Besta bíómyndin? Góð spurning.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Mörgum.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
 Allt og bara fremur auðveldlega.

Hvert 
er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Önnur góð spurning.

Hættulegasta helgarnammið? Hef aldrei kynnst helgarnammi.

Hvernig er eggið best? Næstum harðsoðið.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ýmislegt.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
 Óheiðarleiki.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun?  Flýgur hver sem hann er fiðraður.

Hver er elsta minningin sem þú átt?  þegar ég, þriggja ára gömul, var að basla við að renna niður rennilás á samfestingi sem ég var í og lásinn var fastur. Ég man ekki lengur ástæðu þess að fjandans rennilásinn varð svona eftirminnilegur.

Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?, Kolbeinn kafteinn.

Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Hef enn ekki kynnst henni.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur?  Sturla Þórðarson, sem er endalaus uppspretta pælinga um hugarheim, líferni, málfar og aldarhátt á 13. öld.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Þú ættir kannski að spyrja einhvern annan um það.

Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? 
 Margar.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu (og af hverju)? Mætti ég ekki frekar fara fram í tímann?

 Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
 til Flórens á Ítalíu

Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
 Sennilega símann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir