rabb-a-babb 15: Kalli Jóns

Nafn: Karl Jónsson.
Árgangur: "69.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Guðnýju Jóhannesdóttur. Eigum samtals fjögur börn; þriggja, fimm, sjö og átta, þar af þrjú á heimilinu.

Starf: Innkaupastjóri á Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ auk körfuboltaþjálfunar.
Bifreið: Toyota Corolla Verso árg 2004.
Hestöfl: Töluvert fleiri en í gamla Opelnum.
Hvað er í deiglunni: Heyrðu, það eru bara jólin framundan þar sem m.a. heimahagarnir verða sóttir heim.

Hvernig hefurðu það? 
Alveg rosalega fínt - aldrei verið eins ánægður með lífið og tilveruna.
Hvernig nemandi varstu? 
Býsna góður bara held ég, þangað til félagslífið fór að þvælast fyrir.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Svabbi var einhvern andskotann að gera í krikjunni sem fékk mig til að hlæja. Annars voru fötin mjög eftirminnileg sem og gelgjubólgið andlitið.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Bóndi og /eða náttúrufræðingur.
Hvað hræðistu mest? 
Að Boston Celtics verði ekki meistari aftur á meðan ég lifi. Nei, nei það er nú ekkert sérstakt sem ég hræðist utan það að missa heilsuna held ég.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Fyrsta var Best of Blondie, en besta platan finnst mér vera Steeltown með Big Country eða 1984 með Van Halen.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? 
Við Birkir vorum helv... sleipir í Night fever með Bee Gees hér um árið, en svo hvarf falshettan og ætli ég tæki ekki bara Leonard Cohen í dag.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Fraiser, Arsenal, King of Queens, Everybody Loves Raymond, Idol........vá maður er bara einhver stjónvarpssjúklingur!!
Besta bíómyndin? 
All nokkrar koma til greina en "Shawshank Rendeption" kemur sterk inn. Einnig "In the name of the father".
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Willis er original töffari og Jolie er svona eins og hún er bara.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Tyggjó og poomaís.
Hvað er í morgunmatinn? 
Hafragrautur og kornfleks til skiptis. Lýsið ómissandi.
Uppáhalds málsháttur? 
Enginn veit fyrr en allt í einu
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Viggó viðutan var bara frábær, en Tinni var alltaf svolítil hetja líka.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Ég á nú all mörg snilldarverkin þar, en ætli uppvaskið standi ekki upp úr enda er ég mikill uppvaskstæknir og þoli ekki illa uppvaskað leirtau.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Haldið ykkur nú; Fávitinn eftir Dostojevskí, torlesin bók sem ég gat samt ekki lagt frá mér fyrr en hún var búin þ.e.a.s. bæði bindin.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
... til Grikklands, tæki mér herbergi á Vriniotis hótelinu sem staðsett er hjá Kata Kolo á Pelaponnisosskaganum. Algjör paradís á jörð.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Á erfitt með að segja nei.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Tilætlunarsemi, yfirgangur og frekja, ég er yfirleitt ekki tilbúinn að eiga nokkur samskipti við svoleiðis fólk.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Arsenal, síðan Derby féll "78 eða "79 og við pabbi þurftum að finna nýtt lið til að halda með.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Larry Bird var og er mitt goð en Jolli fylgir þar fast á eftir. Pálmi Sighvats er mjög eftirminnilegur dómari sérstaklega eftir að hann dæmdi ?skutlu? á Jolla einu sinni.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Diskóið maður, þó ég sé viss um að hafa spilað Heim í "Pudding-dale" miklu oftar á böllum.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Nú myndu einhverjir halda að ég segði Larry Bird en það ætla ég ekki að gera. Siggi Geit kemur upp í hugann, en nei ætli ég segi ekki...dísös það eru svo margir.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Mynd af fjölskyldunni, vasahníf og Boston-búning.
Hvað er best í heimi? 
Döh...........!
Besti trommarabrandarinn? 
Þeir eru fjórir að mínu mati:
"Hvað heitir gaurinn sem þvælist allaf í kring um tónlistarmenn?" - Trommuleikari.
 "Hvernig ruglar þú trommara í ríminu?" - Setur nótnablöð fyrir framan hann. 
"Af hverju hafa trommarar einni heilasellu meira en hestar?" - Svo þeir skíti ekki á götuna í skrúðgöngum. 
"Hvað er líkt með trommusólói og hnerra?" - Þú veist það er að koma en getur akkúrat ekkert gert við því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir