rabb-a-babb 2: Róbert Óttars

Nafn: Róbert Óttarsson.
Árgangur: Eðalárgangurinn "72.
Fjölskylduhagir: Giftur Selmu Barðdal og saman eigum við Lindu Þórdísi 6 ára.
Starf / nám: Makaðshagfræðinám.

Bifreið: Trek 4300 (reiðfákur).
Hestöfl: Fá - kynþokkafullur karlmaður á besta aldri.
Hvað er í deiglunni: Fyrsti leikurinn á tímabilinu hjá sf Heklu í dag (03,04,2004) og svo að reyna að drattast í gegnum prófin í vor.

Hvernig hefurðu það? Ég hef það svakalega gott, takk fyrir.
Hvernig nemandi varstu? Latur en bráð vel gefinn (að eigin mati), en í umsögn kennara stóð oftast eitthvað á þessa leið; fyrirferðamikill, hávaðasamur og á það til að taka stjórnina í bekknum.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar ég fékk mér varanlegt í hárið, sem by the way, var þá töff (alla vega á Siglufirði).
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bakari, bakari og svo var ég að spá í það að reyna fyrir mér í kvikmynda- og tónlistabransanum en hætti við vegna hræðslu við...

Hvað hræðistu mest? ...að meika´ða!
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Vilhjálmur Vilhjálmson / Hananú.

Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Only you með Platters eða Honesty með Billy Joel.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Friends rokka alltaf feitt.
Besta bíómyndin? Leon er ein af uppáhalds myndum mínum. Síðan hafa nokkrar danskar myndir verið að bætast á listann. Mynd eins og Blinkende lygter er meistarverk sem enginn ætti að láta fara framhjá sér.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Hérna er erfitt að gera upp á milli en Bruce Willis ef það er hasar en Geroge Clooney ef það er ?konukvöld?/ Gwyneth Paltrow gerði það gott í Seven og verður þess vegna ofan á í valinu. 

Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Kex og sælgæti.
Hvað er í morgunmatinn? Borða sjaldnast morgunmat en ef ég fæ mer eitthvað þá er það epli eða appelsína.
Uppáhalds málsháttur? Uppáhald málshátturinn minn er nú sennilega ekki viðurkendur sem slíkur, þetta er meira "speki", en svona hjómar hann; betra er að látast vera heimskur ..en að vera það (heimskur).
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Lukku Láki, það eru ekki margir sem eru sneggri en skugginn af sjálfum sér. Ekki ómerkari menn en Hallbjörn búnir að semja lag um kappann.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Steiktar pylsur í spagettí / tippasúpa (sumir kalla þetta makkarónusúpu).
Hver er uppáhalds bókin þín? Bettý eftir Arnald Indriðason hélt mér vakandi milli máltíða um jólin. Svo eru Harry Potter bækurnar alveg bráð skemmtilegar.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Ég myndi vilja bjóða Selmu minni með mér í frí til Thailands eða í skíðaferð t.d. til Austurríkís.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Að geta ekki hvíslað.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Baktal verður að teljast með því hallærislegasta sem til er.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Liverpool er eina liðið sem til er, þess vegna finnst mér þessi spurning vera frekar asnaleg. Ástæðan fyrir því var sú að frændi minn, sem er nokkrum árum eldri en ég, hélt með þeim og sagði mér að þeir væru góðir þegar ég var ca. 4-5 ára. Hann kenndi mér að bera fram nafnið á þeim þannig að þeir voru eini klúbburinn sem ég þekkti og gat sagt nafnið á. Þannig hófst ástarsambandið milli mín og Liverpool.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Hvaða kallar voru þetta sem hlupu til RVK frá Króknum hérna um árið? Mér fannst þeir rosa svalir. Svo kemur Steven Gerrard, sem er einhver magnaðasti leikmaður Evrópu að mínu mati. Stúku-dómararnir á Króknum fá aldrei nóg hrós fyrir frábæra dómgæslu í leikjum.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal engin spurning. Klassisk fluga sem allir eiga að kunna.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Bob Paisley kemst óhikað á þennan lista, maðurinn gerði Liverpool ENN stærra og voru þeir þó nokkurð stórir fyrir. Einnig er hægt að nefna Kenny D. fyrir það sama. Svo verð ég að nefna dóttur mína Líndu Þórdísi.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Sjónvarpið yrði að vera með, gsm síminn er líka nauðsynlegur til að geta talað heim og svo auðvitað þrekhjól til að framleiða rafmagn í draslið.
Hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma hlaupandi yfir hæðina? Þarna koma fílarnir hlaupandi yfir hæðina.

p.s.  Hvað bakarí heimsækir þú helst í Árósum og hvers vegna? Ég baka allt mitt bakkelsi heima með fjölskyldunni. Saman eigum við yndislegar stundir í eldhúsinu... og að sjálfsögðu notumst við við uppskriftir frá pabba.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir