rabb-a-babb 33: Pétur Valda

Nafn: Pétur Valdimarsson.
Árgangur: 1950.
Fjölskylduhagir: Giftur Rögnu Jóhannsdóttir sjúkraliða.
Starf / nám: Gagnfræðaskóli - iðnskóli - fiskvinnsluskóli.

Bifreið: Toyota Corolla 1990 eðalvagn.
Hestöfl: 95.
Hvað er í deiglunni: Jólaundirbúningur.

Hvernig hefurðu það? 
Mjög gott.
Hvernig nemandi varstu? 
Lala.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
DBS hjólið og Radionett útvarpið.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Ekkert ákveðinn.
Hvað hræðistu mest? 
Ekkert.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Led Zeppelin.
Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí?  
Alls ekki neitt enda gjörsamlega laglaus.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Hemma Gunn.
Besta bíómyndin? 
Ég er bíófíkill, get ekki gert upp á milli svo margra.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Bruce og Angelina.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Kókosbollur.
Hvað er í morgunmatinn?
Kellogs eða hafragrautur.
Uppáhalds málsháttur?  
Það væri verra ef að það væri betra.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Hrollur.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Svínabógsteik með vel poppaðri pöru.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Moby Dick eftir Herman Melville.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
...til Goa á Indlandi en þar var ég í nokkrar vikur fyrir 30 árum.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Leti.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Óstundvísi.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?  
Man United. Hverjir eru bestir.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Giggs.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?  
Heim í Búðardal.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati?  
Albert Schweitser  sem að  meðal annarsopnaði augu vesturlandabúa fyrir hefja hjálparstarf í Afríku.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Eldunartæki- pott og mikinn mat.
Hvað er best í heimi? 
Friður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir