rabb-a-babb 68: Júlli

Nafn: Júlíus Jóhannsson.
Árgangur: 1974.
Fjölskylduhagir: Giftur Moniku Hjálmtýsdóttur.
Starf / nám: Eigandi af Stórborg fasteingasölu.
Bifreið: VW Touareg og Skoda.
Hestöfl: 340 saman.

Hvernig hefurðu það? Mjög gott.
Hvernig nemandi varstu? Meira svona skemmtikraftur.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Hestur sem ég fékk frá Ingimar Pálssyni.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Sjómaður.
Hvað hræðistu mest? Að hafa ekki æðri mátt.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir? Pink Floyd - The Wall.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Feel með Robbie Williams.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? 60 minutes.
Besta bíómyndin? American Gangster.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Bruce Willis / Angelina Jolie.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Nammi.
Hvað er í morgunmatinn? Hafragrautur og lýsi.
Uppáhalds málsháttur? Glymur hátt í tómri tunnu.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Hómer.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Appelsínu sykur sósa.
Hver er uppáhalds bókin þín? Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...til Sidney í Ástralíu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Fljótfær.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Liverpool ( Óli bróðir Man Utd).
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Pálma Sighvats (Dómari).
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Diskó Friskó.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Jóhann Sölvi sonur minn.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Síma fartölvu og fjölskyldu  ; )
Hvað er best í heimi? Að vera maður sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir