rabb-a-babb 71: Andri Már / Joe Dubius

Nafn: Andri Már Sigurðsson eða Joe Dubius, fer eftir dögum
Árgangur: 1984, árið á undan var kalt svo við erum mörg.
Fjölskylduhagir: Einbúi í kjallara í Breiðholltinu
Starf / nám: Ég vinn fyrir Kynnisferðir í augnablikinu, menntaður sjókokkur.
Bifreið: Strætó
Hestöfl: Massa afl í strætó
Hvað er í deiglunni: Vinna  og spila, næst á Hippahátíð í Vestmannaeyjum.

Hvernig hefurðu það? 
Ég hef það bara nokkuð gott .
Hvernig nemandi varstu? 
Einsog flestir kennararnir ættu að vita var ég ekki barnanna bestur en ég hef róast með aldrinum ? svona nokkuð eðlilegur daginn í dag.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Hmmm, ég man ekki mikið frá deginum sjálfum en ég man að ég, Atli Finndal og Mundi  fórum einir í messu fyrir fermingu og vorum beðnir um að koma ekki aftur eftirlitslausir. Ég heyrði í Guði um daginn og hann sagðist vera búinn að fyrirgefa okkur.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Kokkur og tónlistarmaður, held samt að ég verði aldrei stór, allavega ekki hár í loftinu.
Hvað hræðistu mest? 
Að vera grafinn lifandi
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Bestu plötukaup sem ég hef gert gerði ég í safnarabúð Valda, þá var ég á einhverjum þvælingi og rak augun í safnplötu með Woody Guthrie, 50 lög fyrir skitnn þúsundkall. Tímalaus og klassísk plata.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? 
House of the Rising Sun. Þyrfti að vera meira af kareókí á Króknum.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Ég reyni að horfa sem minnst á sjónvarp, fólk eyðir alltof miklum tíma glápandi á skjáinn.
Besta bíómyndin? 
Þessi er erfið, ætli það sé ekki Síðasti Móhíkaninn sem ég horfði á 100  sinnum sem krakki.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Bruce Willis ? pottþétt ? hann er eðaltöffari af gamla skólanum, frekar Jolie heldur en Paltrow þó mér lýtist varla á þetta þotulið þarna vestanhafs.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Allskonar drasl sem ég þarf ekki á að halda einsog hjá flestum íslendingum, neysluvörur lífsgæðakapphlaupsins. En sem betur fer er ég verða betri í því að vara mig á allskynns gylliboðum.
Hvað er í morgunmatinn? 
Kaffi og sígaretta.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Cartman í South Park .
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  
Flest allt sem ég geri
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Völuspá, allavega þessa dagana.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu? 
?til Vínarborgar í Austurríki, ég fór þangað í sumar og lenti á hosteli með allskonar hljóðfærum, ég ætlaði að vera einn dag en endaði í tveim vikum þar sem ég sat í almenningsgarði á daginn og spilaði og svo á hostelinu á kvöldin. Fer pottþétt þangað aftur.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Ætli það sé ekki leti þá daga sem ég er ekki að vinna, suma daga kem ég engu í verk. Nema að spila á gítarinn frá morgni til kvölds, það er þó skítnum skárra.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Þegar fólk tekur mig ekki alvarlega og líka sérstaklega þegar fólk er með frekju.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Enski boltinn hvað er það?
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Héraðsdómara Norðurlands eystra, honum Þorsteini Davíðsyni, það er að segja ef hann nær að standa þetta rugl af sér. Hvað skildi pabba hans finnast.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Pottþétt Heim í Búðardal. Þegar ég var 12 ára tókum við pabbi lagið saman í kareókí úti á Spáni við góðar undirtektir viðstaddra, ég velti því samt ennþá fyrir mér hvernig þessir spænsku gaurar komust yfir lagið.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
John Lennon, verst hvað hann þurfti að yfirgefa þetta party snemma, ég fékk aldrei að hitta hann. Já svo verð ég að bæta við Dylan en það er víst uppi tal um að hann ætli að kíkja á klakann.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Gítarinn minn, kassa af strengjum og nóg af blöðum til að skrifa á.
Hvað er best í heimi? 
Tjáningarfrelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir