Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 173: Katharina

Nafn: Katharina Angela Schneider Árgangur: 1980. Hvernig slakarðu á? Í sundlauginni á Blönduósi, eflaust ein besta sundlaug landsins, ekki bara af því þar er alltaf heitt kaffi í boði. Við laugina, sko. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? „Þetta reddast“. Þurfti að læra allt um það þegar ég flutti til Íslands.
Meira

Rabb-a-babb 172: Regína Valdimars

Nafn: Regína Valdimarsdóttir. Árgangur: 1986. Starf / nám: Lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Það verður víst að vera Liverpool maður – Mohamed Salah. Hvernig er eggið best? Sunny side up – má ekki sprengja rauðuna!
Meira

Rabb-a-babb 171: Evelyn Ýr

Nafn: Evelyn Ýr. Fjölskylduhagir: Gift Sveini Kunningja á Lýtingsstöðum, við eigum saman eðaleintakið hann Júlíus Guðna. Starf / nám: Ferðaþjónustubóndi og bóndakona, húsmóðir með mastersgráðu í menningarfræði, leiðsögumaður og stundakennari í ferðamálum í Háskólanum á Hólum Hvernig slakarðu á? Með því að syngja, fara í reiðtúr eða taka myndir. Svo er gott að setjast niður með glas af rauðvíni, kveikja á kertum og lesa. Hver er elsta minningin sem þú átt? Komin á hestbak á dráttarhesti hjá afa. Ég var örugglega ekki eldri en tveggja ára.
Meira

Rabb-a-babb 170: Freyr Rögnvalds

Nafn: Freyr Rögnvaldsson. Búseta: Bý í Vesturbæ Reykjavíkur. Starf: Síðasta rúman áratug hef ég starfað við blaðamennsku á ýmsum miðlum, þar á meðal 24 stundum, Bændablaðinu og Eyjunni. Í dag er ég blaðamaður á Stundinni. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég dró á eftir mér gulan bangsa hvert sem ég fór þegar ég var smákrakki. Hann hét hinu virðulega nafni Guli bangsi, ekkert verið að flækja hlutina þar. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Aroni Einari Gunnarssyni. Svo Axel Kárasyni.
Meira

Rabb-a-babb 169: Höskuldur

Nafn: Höskuldur Birkir Erlingsson. Fjölskylduhagir: Kvæntur góðri konu, Elínu Rósu Bjarnadóttur, og eigum við samtals sjö börn og sex barnabörn. Búseta: Blönduós (nafli alheimsins). Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Actionman í skriðdreka. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Sir Alex Ferguson, Sir Bobby Charlton og Sir MattBusby. Ég myndi drekka í mig allan þeirra fróðleik um knattspyrnu.
Meira

Rabb-a-babb 168: Rúnar Björn

Nafn: Rúnar Björn Herrera Þorkelsson. Búseta: Fossvogsdalur í Reykjavík. Hvernig nemandi varstu? Mig langar að segja slæmur en ég vil frekar vísa því til skólakerfisins. Ég var uppfinningasamur, lífsglaður og hafði litla getu til að sitja kyrr og stunda páfagaukanám. Hvernig slakarðu á? Horfi á þætti, bíómyndir, dúlla mér í tölvu, fikta í alskonar dóti eða ligg í sólbaði. Hvernig er eggið best? Í pönnuköku.
Meira

Rabb-a-babb 167: Ólafur Bjarni

Nafn: Ólafur Bjarni Haraldsson. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Foreldrar mínir eru Ragnheiður og Haraldur í Brautarholti, sem er sveitabær stutt frá Varmahlíð, en þar er ég einmitt uppalinn. Starf / nám: Ég er stýrimaður á Málmey SK 1, lærði Húsasmíði frá FNV, og svo er ég sveitarstjórnar fulltrúi í sveitarfélaginu Skagafjörður. Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Bangsinn Bubbi þegar ég var mjög lítill. Svo var það Lego þegar ég varð aðeins eldri, svo átti ég Stiga sleða sem var einnig í miklu uppáhaldi yfir vetrartímann. Hættulegasta helgarnammið? Einusinni var það Thule, núna er það súkkulaði
Meira

Rabb-a-babb 166: Sólborg Una

Nafn: Sólborg Una Pálsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Alin upp í Austur-Húnavatnssýslu og er reglulega minnt á það hér í Skagafirði. Foreldrar eru þau Páll Þórðarson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, stórbændur á Sauðanesi. Starf / nám: Héraðsskjalavörður Skagfirðinga. Er sagnfræðingur og fornleifafræðingur. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Man eiginlega bara eftir bleika dressinu og hárgreiðslunni. Hlýt að hafa misst meðvitund út af stórkostlegu magni hárlakks. Hvernig slakarðu á? Sötra kaffi, smjatta á súkkulaði og les eitthvað gáfulegt.
Meira

Rabb-a-babb 165: Álfhildur

Nafn: Álfhildur Leifsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Kristínar og Leifs frá Keldudal, yngst af sex systkinum og var svo heppin að alast þar upp við bústörf og hestamennsku þar til ég fór suður í háskólanám. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Sálfræðingur – en þar sem ég var í mörg ár með sumarskóla fyrir fósturbörn sem voru hjá mömmu og pabba í sveit, þá vissu víst allir í kringum um mig að ég yrði kennari, nema ég. Besta bíómyndin? Notting Hill - því Spike er flottastur.
Meira

Rabb-a-babb 164: Friðrik Már

Nafn: Friðrik Már Sigurðsson. Búseta: Lækjamót í Víðidal, Húnaþingi vestra. Hvað er í deiglunni: Taka sæti í sveitarstjórn og byggðaráði í Húnaþingi vestra. Næstu fjögur ár verða bæði spennandi og krefjandi. Ég hlakka mikið til. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Myndi bjóða Trump, Pútín og Kim Jong Un, en hef ekki hugmynd af hverju. Ætli ég myndi ekki grilla fyrir þá folaldakjöt. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Aftur á bak.
Meira